Smári Valtýr Sæbjörnsson
Þessi matseðill á eftir að slá í gegn á árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara
Árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara verður haldin á Hilton Hótel þann 18. mars næstkomandi, þar sem fordrykkur hefst stundvíslega kl 18:00 á annari hæð.
Sala á happdrættismiðum hefst einnig klukkan 18:00 hjá Lukkudísunum.
Þéttskipuð dagskrá er á árshátíðinni sem byrjar með að Forsetinn Björn Bragi Bragason setur hátíðina og lofað er að hann verði mjög stuttorður. Erpur Eyvindarsson verður veislustjóri. Viðurkenningar eru síðan veittar og aðrir verða næstum því slegnir til riddara af Orðu og laganefnd. (það má heyra saumnál detta þegar þessi viðburður er í gangi).
4ja rétta matseðill verður á boðstólnum en snillingurinn Fannar ásamt sínu fólki mun töfrar fram hvern réttinn af öðrum sem hér segir:
Urriði
Grafinn og létteldaður Urriði, rauðrófum, laxahrogn & yuzu majónes
Lifur og læri
Andalifur & læri sveppir, ber & Brioche brauð
Naut
Hægelduð nautalund & grísasíða ásamt gleymdum gulrótum, sveppum, perlulauk & portvínssósu
Súkkulaði
Karamellu- & súkkulaðimús, hvítsúkkulaði & marengs
Á meðan á þessu gengur yfir þá mun Erpur æsa upp gestina með nokkrum athugasemdum eins og honum er alkunna og eins sjá um að vinningar dreifast á sem flesta (ekki allt til Lárusar).
SKRÁNING Í GANGI Á rm@pasta.is ( það er nauðsynlegt til áætla fjöldann)
Kveðja Viðburðarnefndin.
Munið myllumerkið #kmparty17
Samsett mynd: aðsend

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn