Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Þessi keppa til úrslita í Nemakeppni Kornax í bakstri 2015

Birting:

þann

Nemakeppni Kornax í bakstri 2015

Keppendur í úrslitakeppni í Nemakeppni Kornax í bakstri 2015
F.v. Birgir Þór Sigurjónsson, Íris Björk Óskarsdóttir, Anna María Gudmundsdóttir og Gunnlaugur Arnar Ingason

Forkeppni Nemakeppni Kornax 2015 var haldin haldin 26. og 27. febrúar s.l. í bakaradeild Hótel og matvælaskólans í Kópavogi þar sem ellefu bakarnemar kepptu.

Fjórir efstu komust áfram í úrslitakeppnina en það eru þau (raðað í stafrófsröð)

  • Anna María Gudmundsdóttir – Mosfellsbakarí
  • Birgir Þór Sigurjónsson – Passion
  • Gunnlaugur Arnar Ingason – Kökulist
  • Íris Björk Óskarsdóttir – Sveinsbakarí

Í dag og á morgun fer fram úrslitakeppnin í Nemakeppni Kornax í bakstri 2015 þar sem þau fjögur verða með þéttskipaða keppnisdagskrá, baka brauðtegundir, vínarbrauð, útbúa borðskreytingu úr ætu hráefni svo fátt eitt sé nefnt, en keppnisreglur og nánari lýsingu á keppninni er hægt að lesa með því að pdf_icon smella hér.

Dómarar í keppninni eru þrír og búa allir yfir mikilli fagþekkingu og reynslu, en þau eru:

  • Daníel Kjartan, Bakari ársins 2013 og yfirdómari
  • Helgi Freyr Helgason bakarameistari, Kruðerí Kaffitárs
  • Hrafnhildur A K Sigurðardóttir, bakaraprinsessa

 

Mynd: Ásgeir Þór Tómasson

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið