Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þessi hótel og veitingahús bjóða upp á jólahlaðborð og aðrar hátíðarkræsingar – Biðlistar eftir jólahlaðborði

Birting:

þann

Jólin Jóla - Gleðileg jól

Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Jólahlaðborð og jólamatseðlar sem veitingastaðir bjóða upp á er klárlega ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Veitingageirinn.is hefur heyrt í mörgum veitingamönnum og eru allir í skýjunum með frábærar viðtökur, en á mörgum stöðum eru komnir biðlistar eftir jólahlaðborði.

Hér að neðan finnur þú hátíðarkræsingar sem að hótel og veitingahús bjóða upp á í ár.

Athugið að þessi listi er ekki tæmandi!
(Sendu okkur línu og við bætum þér á listann: [email protected])

Alvöru amerískt jólahlaðborð

Eitt vinsælasta jólahlaðborð landsins er á veitingastaðnum Haust á Fosshótelinu við Þórunnartún 1 í Reykjavík, en þar er í boði alvöru amerískt jólahlaðborð.  Jólahlaðborðið hefst 18. nóvember og stendur til boða 1. janúar 2022.  Wellington nautalund, heilsteiktur kalkúnn, kleinuhringir með gulli og margt fleira.

Borðapantanir og nánari upplýsingar um ameríska jólahlaðboðið hér.

Vinsæla danska jólaveislan snýr aftur

Dönsk jólaveisla í Stykkishólmi

Ómar Stefánsson yfirkokkur á Fosshótel Stykkishólmi mun ramma inn dönsku jólaveisluna eins og honum er einum lagið.
Mynd: facebook / Fosshótel Stykkishólmur

Nú í sumar opnaði Fosshótelið í Stykkishólmi á ný eftir miklar endurbætur(sjá nánar hér).  Fosshótel Stykkishólmur mun bjóða upp á sannkallaða danska jólaveislu beint á borðið.

Flestir kannast við danska daga sem hafa verið haldnir í Stykkishólmi á hverju sumri allt frá árinu 1994 og er ein af elstu bæjarhátíðum bæjarins. Það er til að minna á dönsk tengsl bæjarins en fyrr á öldum voru hér m.a. starfandi danskir kaupmenn, læknir og lyfsali sem rak danskt apótek í bænum.

Danska jólaveislan verður á Fosshótel Stykkishólmi alla daga frá 25. nóvember til og með 19. desember, sjá nánar hér.

Mikil eftirvænting hjá Húsvíkingum

Fosshótel Húsavík - Jólahlaðborð

Fosshótel Húsavík
Mynd: facebook / Fosshótel Húsavík

Fosshótel Húsavík fagnar því að jólin séu á næsta leiti með glæsilegu jólahlaðborði. Boðið verður upp á dýrindis mat og ljúfa skemmtun í anda jólanna. Jólahlaðborðið á hótelinu verður vinsælli með hverju árinu enda orðinn fastur liður í jólaundirbúningnum.

Mikil eftirvænting meðal Húsvíkinga hefur verið eftir jólahlaðborðinu en uppselt er öll kvöld.

Sjá nánar hér.

Jólahlaðborð að hætti Úlfars Finnbjörnssonar

Jólahlaðborð á Grand Hótel Reykjavík

Jólahlaðborð á Grand Hótel Reykjavík.
Mynd: islandshotel.is

Glæsilegt jólahlaðborð á Grand Hótel Reykjavík og svo má ekki gleyma að sérstök tilboðsverð er á gistingu. Lifandi tónlist og klárlega einstök matarupplifun.

Úlfar Finnbjörnsson yfirmatreiðslumeistari á Grand Hótel Reykjavík verður með glæsilegt jólahlaðborð. Kristjana Guðný syngur ljúfan jóladjass við undirleik Fannars Sigurðssonar. Einstök matarupplifun sem kemur með jólin til þín.

Nær uppselt er á öll hlaðborðin, en nánari upplýsingar er hægt að skoða með því að smella hér.

Jólin á Apotekinu

Apotek kitchen bar

Apotek kitchen bar er í húsi gamla Reykjavíkurapóteks á horninu á Pósthússtræti og Austurstrætis.
Mynd: facebook / Apotek kitchen bar

Jólin hefjast 10. nóvember á Apotekinu við Austurstræti 16 í Reykjavík.

Apotekið býður upp á jólaseðil í hádeginu og á kvöldin ásamt Jóla Afternoon Tea.

Nánari uppýsingar hér.

Jólahlaðborðið á Múlaberg á sínum stað

Jólahlaðborðið á Múlaberg á sínum stað

Jólahlaðborðið á Múlaberg á sínum stað.
Mynd: mulaberg.is

Veitingastaðurinn Múlaberg á Akureyri hefur um árabil boðið upp á glæsilegt jólahlaðborð og í ár er engin undatekning á því.  Jólahlaðborðið er í boði alla föstudaga og laugardaga frá og með 12. nóvember – 12. desember ásamt því að bjóða upp á hádegisjólahlaðborð og fjölskyldujólahlaðborð á völdum dagsetningum.

Sjá nánar hér.

Jólaveislur á Aurora

Veitingastaðurinn Aurora á Akureyri

Veitingastaðurinn Aurora er staðsettur í Icelandair hótelinu á Akureyri.
Mynd: aurorarestaurant.is

Veitingastaðurinn Aurora á Akureyri býður upp á glæsilegt jólahlaðborð og girnilegt margrétta jólabröns hlaðborð í aðdraganda jólanna.

Jólahlaðborðið er í boði alla föstudaga og laugardaga frá 26. nóvember til 11. desember.
Staðurinn býður einnig upp á aðrar dagsetningar fyrir stærri hópa.

Margrétta jólabrönshlaðborð er í boði sunnudagana 28. nóv, 5. des, 12. des og 19. des ásamt laugardeginum 18. des. frá kl. 11:30 – 15:00.

Sjá nánar hér.

Jóló hjá Ghost Kitchen

Snillingarnir hjá Ghost Kitchen (sjá nánar hér) verða með í jólavertíðinni og hafa sett saman glæslega jólamatseðil sem sjá má á mynd hér að neðan.  Sjá einnig á facebook síðu Ghost kitchen hér.

Ghost kitchen

Jólamatseðill KEF Restaurant

KEF Restaurant á Hótel Keflavík býður upp á jólamatseðla þar sem þú getur valið þér á milli 3-5 rétta seðla

Verð er 9.900 kr-12.900 kr. Möguleiki á að bæta við vínpörun með sérvöldum vínum með öllum réttum. Dagsetningar eru 19.-20. og 26.-27. nóvember og 3.-4., 10.-11. og 17.-18. desember.

Nánari upplýsingar hér.

Auglýsingapláss

Jólahlaðborð Sigló Hótels og Kaffi Rauðku

Jólahlaðborð Sigló Hótels og Kaffi Rauðku

Upplifaðu jólin á Siglufirði á jólahlaðborði á Kaffi Rauðku og gerðu vel við þig með lúxus gistingu á Sigló Hóteli. Sigló Hótel er glæsihótel staðsett í fallegu umhverfi við smábátahöfnina. Herbergin eru sérlega hlýleg, með rómantísku yfirbragði og dásamlegu útsýni. Á hótelinu er líka einstakur vín- og kokteilbar, arinstofa með sjávarútsýni og heitur pottur.
Mynd: siglohotel.is

Þú kemst klárlega í jólaskap á hinu sívinsæla jólahlaðborði Kaffi Rauðku, en jólin á Sigló eru engu lík.

Sjá nánar hér.

Torgið í jólaskapi

Jólin - Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Veitingastaðurinn Torgið í jólabúningi.
Mynd: torgid.net

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði býður upp á glæsilegt og kósý hlaðborð, dagana 4., 11. og 18. desember 2021. Nú þegar er 11. desember uppbókaður.  Jólabröns með fjölskyldu og vinum er í boði sunnudaginn 12. desember og jólasveinnin kemur í heimsókn.

Að auki býður Torgið upp á jólagjafa körfu sem sjá má hér.

Nánar um jólahlaðborð Torgsins hér og jólabrönsinn hér.

Jólahlaðborð Hótels Laugarbakka

Réttir Food Festival - Hótel Laugarbakki

Veitingastaðurinn á Hótel Laugarbakka.
Mynd: facebook / Hótel Laugarbakki

Hótel Laugarbakki við Skeggjagötu 1 á Hvammstanga býður upp á veglegt jólahlaðborð þar sem Rúnar Arnarson yfirmatreiðslumaður kokkar fram jólakræsingar.

Húsið opnar kl. 18:00 og veislan hefst kl. 19:00. Veislustjóri er Pálmi Sigurhjartarson. Danssýningar frá Dansfélaginu Hvönn og dansleikur verður eftir borðhald. Hlaðborðið kostar 9.900 og sérstök tilboð á gistingu verður yfir jólahlaðborðshelgar.

Sjá nánar á facebook síðu hótelsins hér.

Bjórböðin – Jólahlaðborð

Bjórböðin jólahlaðborð

Mynd: facebook / Bjórböðin – Beerspa & Restaurant

Veitingastaður við bjórböðin sem staðsett er við Ægisgötu 31 á Dalvík býður upp á jólahlaðborð sem sjá má á meðfylgjandi mynd.

Kokkarnir Veisluþjónusta

Veisluþjónustan Kokkarnir bjóða upp á sérsvaldar gjafakörfu sem eru stútfullar af jólakræsingum sem sjá má hér.

Veisluþjónustan Kokkarnir bjóða upp á sérsvaldar gjafakörfu sem eru stútfullar af jólakræsingum sem sjá má hér.

7 rétta hátíðarsleðaferðalag

Fiskfélagið - Jól 2021

Sleðaferðalag.
Mynd: fiskfelagid.is

Það er alltaf gaman að lesa lýsingarnar á réttunum hjá Fiskfélaginu.  Í ár heitir jólaseðillinn hjá Fiskfélaginu: Sleðaferðalag, en á heimasíðu þeirra má lesa eftirfarandi lýsingu:

Bjóddu bragðlaukunum í ævintýralegt SLEÐAFERÐALAG.
Tiplaðu á tungunni um snævi drifna dali & fjöll í leit að hinu fullkomna HÁTÍÐAR bragði.
MATREIÐSLUMENN & ÞJÓNAR okkar stýra sleðanum, ásamt litlum ÁLFUM & TRÖLLUM á Fiskfélaginu.
Matarævintýrið hefst við borðið þitt á FISKFÉLAGINU við Grófartorg í Reykjavík

Sjá nánari upplýsingar um Sleðaferðina hér.

Jólin á Sjávargrillinu

sjávargrillið

Sjávargrillið
Mynd: sjavargrillid.is

Sjávargrillið á Skólavörðustíg býður upp á fjögurra rétta jóla sælkeraveislu um kvöldið og þriggja rétta jólamatseðil í hádeginu.  Herlegheitin hefjast 17. nóvember.

Jólin á  Kopar

Veitingastaðurinn Kopar við Geirsgötu 3 í Reykjavík býður upp á glæsilegan jólaseðil ásamt jólabröns eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.  Nánar á facebook síðu Kopars hér.

Jólafílingur Festi

Festi bistró og bar á Hótel Volcano í Grindavík - Jólahlaðborð

Bryndís Ásmunds og Búðabandið halda uppi jólastemningunni.
Mynd: festibistro.is

Festi bistró og bar á Hótel Volcano í Grindavík býður upp á dýrindis jólahlaðborð með öllu þessu hefbðundna. Bryndís Ásmunds og Búðabandið halda uppi jólastemningunni.

Jólahlaðborðið verður 27. nóvember og 4. desember, en sérvaldar dagsetningar fyrir hópa og fyrirtæki. Flott verð eða aðeins 9.900 á manninn.

Nánari upplýsingar hér.

Þetta er klárlega jólamatseðillinn sem þú verður að prófa

Veitingastaðurinn Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík

Jólaplatti.
Graflax taco, hangikjötstartar, rósmaríngrafin naut, laxa ceviche, tígrisrækju tempura,
20 mánaðar gamall Tindur, lime aioli, eldpipar marmelaði
Mynd: facebook / Kol

Jólamatseðillinn á veitingastaðnum Kol við Skólavörðustíg 40 í Reykjavík er glæsilegur að líta á. Jólin á Kol hófust 15. nóvember s.l. og stendur yfir til 23. desember.

Nánari upplýsingar hér.


Vantar þinn veitingastað á listann?

Ertu að bjóða upp á jólahlaðborð og eða jólamatseðla? Sendu okkur línu og við bætum þér á listann: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið