Markaðurinn
Þegar Annie Hesselstad hitti íslenska Kokkalandsliðið – Vídeó
Annie Hesselstad, yfir konditor á hinum víðfræga Artipelag í Svíþjóð, kom til Íslands síðasta vetur á vegum íslenska kokkalandsliðsins til þess að kenna handverkið en hún hefur vakið mikla eftirtekt fyrir sterkar áherslur á gæði og uppruna hráefnis og skapandi vinnubrögð.
Annie var hluti af sænska kokkalandsliðinu sem keppti á Ólympíuleikunum 2016. Árið 2022 var hún fengin til að hanna eftirréttinn fyrir Nóbelsverðlaunahátíðina í Stokkhólmi og er einmitt um þessar mundir að fast við það verkefni í annað sinn.
Artipelag er stórmerkilegur staður, gestir fara á listsýningar og borða veitingarnar með útsýni yfir Baggensfjärden. Allir eftirréttir, sætindi og brauð eru búin til af grunni og Annie tengir ávallt eftirréttina sem hún býr til við listviðburði og sýningar sem eru standa yfir hverju sinni.
Hún hefur starfað á veitingastaðnum Artipelag undanfarin sjö ár og í fastri stöðu sem yfir eftirréttakokkur frá árinu 2019 ásamt því að sjá um úrval eftirrétta og kaka á Bådan Café & Pâtisserie sem er á jarðhæð safnsins.
IÐAN fræðslusetrið hitti Annie þegar hún var hér á Íslandi og ræddu við hana um starfið, en viðtalið er hægt að nálgast núna á Youtube með yfirskriftinni „List mætir matreiðslu hjá Annie Hesselstad“:
Myndir: skjáskot úr myndbandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt1 dagur síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði