Vín, drykkir og keppni
The Bitter Truth PopUp á Kalda bar
The Bitter Truth vörulínan hefur nú bæst í vöruúrval Drykks heildsölu og af því tilefni verður haldin létt vörukynning á Kalda bar í dag, fimmtudaginn 6. mars. Þar munu Fribbi og Valli taka á móti barþjónum og öðrum gestum Kalda bars og bjóða upp á smakk af hinum fjölbreyttu vörum The Bitter Truth.
Þessi vörulína spannar allt frá bitterum, sem eru rætur vörumerkisins, yfir í spennandi líkjöra og það allra nýjasta á íslenskum markaði – The Bitter Truth romm, sem kokteilbarþjónar ættu ekki að láta framhjá sér fara.
Til viðbótar við kynninguna hafa kokteilsérfræðingarnir Georg og Kristján útbúið sérstakan The Bitter Truth kokteilseðil sem verður í boði frá klukkan 16:00 og fram til lokunar.
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar5 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni23 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






