Uncategorized @is
Það verður tvöföld ánægja 8. desember
Félagsfundir hjá Klúbbi Matreiðslumeistara verða haldnir 8. desember næstkomandi sem hér segir:
Jólafundur KM
Jólafundur KM haldinn 8. desember á Hótel Borg í gylltasalnum klukkan 18:00.
Sturla Birgisson og starfsfólk hans á Borginni mun taka á móti okkur og reiða fram dýrindis rétti.
Gestir kvöldsins verða: Hrafnhildur Eyþórsdóttir djákni í Laugarneskirkju ásamt maka sínum Stefaníu Steinsdóttir. Ívar og Maggi söngfuglar sem slógu í gegn í Ísland got talent koma og flytja nokkur hugljúf lög.
Glæsilegt happadrætti að vanda og mun innkoma renna til góðgerðamála.
Verð kr 4900 á mann
Skráning hjá Erni Svarfdal í síma 6604408 og á [email protected]
Jólafundur KM. Norðurland
Jólafundur KM. Norðurland verður haldinn þriðjudaginn 8. desember á Veitingahúsinu Sölku á Húsavík. Farið verður með langferðabíl frá Icelandair Hótel á Akureyri stundvíslega kl 17:00.
Jólafundurinn er haldinn með öðru sniði en venjulegir félagsfundir, að þessu sinni tökum við makana með. Allir mæta í sínu fínasta pússi sem sagt ekki í kokkajakka!
Boðið verður upp á glæsilegan jólamatseðil að hætti Guðbjarts og Barkar á Sölku sem er blandaður jóladiskur í forrétt og purusteik í aðalrétt ásamt meðlæti og einnig verður veglegt jólahappdrætti og er þá betra að koma með nóg af skotsilfri. Allur ágóðinn af happdrættinnu fer sem styrkur til Matvælabrautarinnar í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Nú er tækifæri til að eiga góða kvöldstund með mökum og öðrum félagsmönnum í rólegheitum til að koma sér í alvöru jólaskap.
Matarverð aðeins 3500 kr.
Skráning er hjá Kidda í síma 867-0979 eða [email protected]
Fjölmennum á jólafundinn.
Kveðja Stjórnin
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi