Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Það var fjölskylda Hlöðvers Sigurðssonar, stofnanda Hlöllabáta sem tók við rekstri Litlu Kaffistofunnar
Nú fyrir stuttu var greint frá að nýir rekstraðilar hafa tekið við Litlu Kaffistofunnar, en þá höfðu hjónin Katrín Hjaltadóttir og Svanur Gunnarsson séð um reksturinn í fimm ár. Litla kaffistofan er í eigu Olís.
Í fréttatilkynningu frá Litlu Kaffistofunnar var allt á huldu hverjir nýju rekstraðilar væru, annað en að þeir séu vel kunnugir því að reka veitingahús.
Í Viðskiptablaðinu kemur fram að það er fjölskylda Hlöðvers Sigurðssonar, stofnanda Hlöllabáta, sem hefur tekið við rekstri Litlu kaffistofunnar við Suðurlandsveg, og verður staðurinn opnaður að nýju nú í ágúst. Hann verður með svipuðu sniði og áður hefur þekkst, en fjölskyldan hyggst þó fríska aðeins upp á hann.
Elín Guðný Hlöðversdóttir, dóttir Hlöðvers, segir lykilinn að velgengni í veitingarekstri felast í að taka virkan þátt í rekstrinum sjálfur, en viðtalið við hana er hægt að lesa vefnum vb.is hér.
Mynd: facebook / Litla Kaffistofan
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






