Markaðurinn
Það þarf ekki mikinn tíma til að búa til stórkostlega ítalska vefju
Það elska allir einfaldar hugmyndir! Hér kemur sannarlega ein undurljúffeng og einföld. Þessir bitar henta vel í veislur, nestisboxið, hádegismatinn eða hvað sem ykkur dettur í hug. Auðvitað má leika sér aðeins með hráefnið en rjómaosturinn er hér lykilatriði.
Til dæmis er hægt að bæta við klettasalati eða sleppa hráskinku fyrir þá sem vilja svo það er um að gera að útbúa sína uppáhalds ítölsku vefju.
Ítalskar vefjur uppskrift
Um 15 bitar
3 stórar mjúkar vefjur
½ dós af rjómaosti með tómötum og basilíku frá MS
1 stór tómatur
1 lúka af ferskri basilíku
3 sneiðar af hráskinku
Aðferð:
Smyrjið vefjurnar með rjómaostinum.
Sneiðið tómatinn í þunnar sneiðar og skiptið niður í vefjurnar, um 4 sneiðar í hverja.
Setjið vel af basilíku ofan á tómatsneiðarnar og loks hráskinkusneið.
Rúllið þétt upp og skerið í bita.
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup








