Uppskriftir
Tex Mex Kjúklingabringur a la Astro – Uppskrift
Þegar ég var að vinna á Astro í Austurstrætinu, var réttur á matseðlinum kallaður Tex Mex kjúklingabringur. Þetta var vinsælasti rétturinn á matseðlinum og seldist í bílförmum. Galdurinn á bak við þennan rétt var marineringin á kjúklingnum.
Tex Mex marinering:
3 hvítlauksgeirar
2 msk dijonsinnep
1 tsk þurrkað coriander
1 tsk þurrkað fennel
2 msk hunang
1 dl appelsínusafi
2 dl BBQ sósa
2 dl olía
Allt nema olía sett í matvinnsluvél og látið vinnast vel saman. Olíu bætt saman við smátt og smátt. Þessi marinering nægir fyrir 8-10 bringur eða meira. Minnkið uppskriftina um helming ef um færri bringur er að ræða. Látið bringurnar liggja í marineringunni í 6 tíma. Grillið bringurnar á vel heitu grilli og pennslið með BBQ sósu.
Meðlæti:
Mexicó krydduð hrísgrjón með maís og grænmeti. Lárperumauk, salasa sósa og súrður rjómi. Gott salat skemmir ekki.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta