Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Terían Brasserie opnar á Akureyri – Vel heppnað opnunarpartý – Myndir og vídeó
Terían er glænýr veitingastaður á jarðhæð Hótel Kea í miðbæ Akureyrar sem sérhæfir sig í blöndu af franskri og ítalskri matargerð en staðurinn er opinn frá morgni til kvölds og býður upp á morgunverð, brunch og kvöldverð.
Haldið var opnunarteiti með pompi og prakt um helgina þar sem fjölmenni mætti og fagnaði þessum nýja stað, en miklar endurbætur hafa verið gerðar á veitingarýminu. Nú er svokallaðri prufuopnun (e. soft opening) lokið og Terían er tilbúin að taka á móti gestum.
„Við settum stefnu að vera tilbúin að taka á móti gestum N1 mótsins og Pollamótsins næstu helgi en vildum aðeins æfa okkur og ná taktinum sem teymi á glænýjum veitingastað og því tókum við þessar prufuopnanir.
Nú er það komið og við erum bara tilbúin í þetta, málningin er orðin þurr og teymið er tilbúið í fjörið,”
segir Ingibjörg Bergmann, framkvæmdastjóri veitingastaðanna Terían Brasserie og Múlaberg Bistro & Bar, en Terían er systurstaður Múlabergs. Báðir staðir eru staðsettir á Hótel Kea, með eina hæð á milli sín.
Gamall sjarmi – glænýir töfrar
Nafnið sækir staðurinn í veitingateríuna sem þetta sögufrægasta hótel bæjarins rak um árabil í sama rými og eldri sem yngri Akureyringar þekkja vel. Nú lifnar nafnið við á ný – en Terían Brasserie býður gestum upp á glænýja töfra, gamlan sjarma og góðan mat með nútímalegri og ferskri nálgun.
Hönnun staðarins var í höndum Eddu Steingrímsdóttur arkitekts og listaverk á baðherbergjum voru máluð af Unni Stellu Níelsdóttur.
,,Við erum ekkert smá heppin að hafa fengið þessar hæfileikaríku konur til liðs við okkur, án þeirra væri þetta ekki jafn gríðarlega fallegt og skemmtilegt rými eins og það er orðið í dag.
Edda hefur haldið í höndina á okkur frá byrjun með allt saman og við getum ekki þakkað henni nógu mikið,”
segir Ingibjörg.
Helstu hráefni í þessum tveimur matarmenningum svíkja seint
Þema veitingastaðarins er ítalskt og franskt en matseðill, drykkjarseðill og hönnun staðarins tekur allt saman mið af því í grunninn.
“Það er ótrúlega magnað að við komum öll saman fyrst úr gjörsamlega ólíkum áttum með ítalskt vs. franskt, en það er og var þó alltaf þar sem hugurinn og ástríðan hjá hópnum lá, annað hvort eða bæði.
Sumir innan hópsins búnir að búa erlendis í Frakklandi og Ítalíu og hallast meira að öðru hvoru en svo kom það bara mjög náttúrulega að sameina þetta í eitt concept, bæði í útliti staðarins og matseðli-drykkjarseðli. Allir á sama máli að helstu hráefni í þessum tveimur matarmenningum svíkja seint.
Okkur finnst allavega vel hafa tekist til og ég vona að gestir taki vel í sérhæfinguna.
Múlaberg er svo lánsamt að vera með stórt teymi fagmanna sem er búið að liggja í langri hugmynda- og framkvæmdavinnu þar sem allir lögðust á eitt með útkomuna. Svo höfum við náð að skipta teyminu einstaklega vel til að manna báða staði,”
segir Ingibjörg.
Teymið á bakvið Teríuna er sama teymi og hefur rekið Múlaberg Bistro&Bar frá 2020, þau Ingibjörg Bergmann, Hlynur Halldórsson, Snæbjörn Bergmann og Hrefna Rut Níelsdóttir, en við eigendahópinn hafa nú bæst hjónin Sveinn Hólmkelsson og Jóhanna Hildur Ágústsdóttir.
Öll eru þau ýmist lærðir sveinar og meistarar í matreiðslu- og framreiðslu með langan feril að baki í veitingageiranum og leiða teymið á þessum tveimur stöðum.
Tilvonandi hádegisverður og brunch í vikunni
,,Það eru margar nýjungar væntanlegar á næstu dögum svo við hvetjum alla til að fylgjast með Teríunni á samfélagsmiðlum.
Síðustu tvo daga er bara búið að vera opið í kvöldverð en eins og áður sagði þá mun morgunverður, dögurður, hádegisverður og kvöldverður standa til boða alla daga, rétt eins og það var hjá forvera okkar Teríunni á síðustu öld.
Það þarf að halda í gamlar hefðir og endurvekja þær þegar tilefni er til, sem við teljum einmitt vera núna,”
bætir Ingibjörg við.
Nú er hægt að bóka borð á Teríunni á heimasíðunni www.terian.is og fylgist með Teríunni á samfélagsmiðlum: terianbrasserie.
Vel heppnað opnunarpartý
Ef þú sérð ekki Instagram færslurnar hér að neðan, prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram
View this post on Instagram
Myndir: aðsendar
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni21 klukkustund síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann