Uppskriftir
Tebollur með rúsínum eða súkkulaðibitum
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.
1 föld uppskrif (bætið helming við til að gera hana tvöfalda)
250 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
1 dl sykur (100 gr)
125 gr smjörlíki
½ dl rúsínur eða súkkulaði (eða bæði)
1 tsk kardimommur eða vanilludropa
1 stk egg
1 dl mjólk
Aðferð:
Þeytið saman smjör og sykur í 3-4 mínútur.
Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið á milli.
Bætið kardimommu eða vanilludropum saman við.
Hrærið þurrefnunum saman og bætið út í ásamt mjólkinni og rúsínum eða súkkulaðibitunum.
Gætið þess að hræra ekki mikið eftir að hveitið er komið út í.
Setjið deigið með tveimur matskeiðum eða stórri ísskeið á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Hver bolla hjá mér var ca. tvær vel fullar matskeiðar af deigi. Ég hafði þær svona miðlungsstórar. Bakið í 8-10 mínútur eða þar til bakaðar í gegn og fallega gullinbrúnar.
Kanelsykri stráð yfir
Hitið ofn í 180 gráður með blæstri.
Höfundur og myndir: Ingunn Mjöll Sigurðardóttir – islandsmjoll.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið