Uppskriftir
Tebollur með rúsínum eða súkkulaðibitum
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.
1 föld uppskrif (bætið helming við til að gera hana tvöfalda)
250 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
1 dl sykur (100 gr)
125 gr smjörlíki
½ dl rúsínur eða súkkulaði (eða bæði)
1 tsk kardimommur eða vanilludropa
1 stk egg
1 dl mjólk
Aðferð:
Þeytið saman smjör og sykur í 3-4 mínútur.
Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið á milli.
Bætið kardimommu eða vanilludropum saman við.
Hrærið þurrefnunum saman og bætið út í ásamt mjólkinni og rúsínum eða súkkulaðibitunum.
Gætið þess að hræra ekki mikið eftir að hveitið er komið út í.
Setjið deigið með tveimur matskeiðum eða stórri ísskeið á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Hver bolla hjá mér var ca. tvær vel fullar matskeiðar af deigi. Ég hafði þær svona miðlungsstórar. Bakið í 8-10 mínútur eða þar til bakaðar í gegn og fallega gullinbrúnar.
Kanelsykri stráð yfir
Hitið ofn í 180 gráður með blæstri.
Höfundur og myndir: Ingunn Mjöll Sigurðardóttir – islandsmjoll.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin