Uppskriftir
Tebollur með rúsínum eða súkkulaðibitum
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.
1 föld uppskrif (bætið helming við til að gera hana tvöfalda)
250 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
1 dl sykur (100 gr)
125 gr smjörlíki
½ dl rúsínur eða súkkulaði (eða bæði)
1 tsk kardimommur eða vanilludropa
1 stk egg
1 dl mjólk
Aðferð:
Þeytið saman smjör og sykur í 3-4 mínútur.
Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið á milli.
Bætið kardimommu eða vanilludropum saman við.
Hrærið þurrefnunum saman og bætið út í ásamt mjólkinni og rúsínum eða súkkulaðibitunum.
Gætið þess að hræra ekki mikið eftir að hveitið er komið út í.
Setjið deigið með tveimur matskeiðum eða stórri ísskeið á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Hver bolla hjá mér var ca. tvær vel fullar matskeiðar af deigi. Ég hafði þær svona miðlungsstórar. Bakið í 8-10 mínútur eða þar til bakaðar í gegn og fallega gullinbrúnar.
Kanelsykri stráð yfir
Hitið ofn í 180 gráður með blæstri.
Höfundur og myndir: Ingunn Mjöll Sigurðardóttir – islandsmjoll.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt5 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun3 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF