Freisting
Tebolli á kaffihúsi
Neytendasamtökin könnuðu verð á tebolla á kaffihúsum borgarinnar. Lægsta verðið var á Kaffi Sólon en það hæsta á Kaffi París, Íslenska Barnum og Svarta Kaffi. Verðmunurinn reyndist lítill en 16,7% er á milli hæsta og lægsta verðs.
Kaffihús |
Tegund |
Verð |
Verð-munur |
Kaffi Sólon |
Te og kaffi |
300 kr. |
|
Kaffitár |
Kaffitár/ Numi |
320 kr. |
6,7% |
Te & kaffi |
Te og kaffi |
330 kr. |
10,0% |
Cafe Mílanó |
Pickwick/ Te & Kaffi |
340 kr. |
13,3% |
Kaffi París |
Twinings |
350 kr. |
16,7% |
Íslenski barinn |
London Fruit & Herb |
350 kr. |
16,7% |
Svarta Kaffi |
Celestial |
350 kr. |
16,7% |
Talsverður munur getur verið á gæðum tesins og hvað er innifalið í verðinu. Flest kaffihús virðast bjóða uppá tepott sem dugar þá í 2-3 bolla, en sumsstaðar fær maður einungis einn tebolla. Kaffi Sólon, Kaffitár og Te & kaffi bjóða öll upp á tepott m/ 1 tepoka eða lauf. Á Café Mílanó færðu 2 tepoka með tebollanum og fylgir með ábót af vatni. Kaffi París býður uppá 1 tepoka, tepott og súkkulaðimola. Íslenski barinn er með 1 tepoka og tepott og á Svarta Kaffi færðu 1 tepoka og tebolla.
Heimild: Neytendasamtökin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó