Keppni
Taktu þátt í einu eftirminnilegasta hlaupi sumarsins – RVK Bruggfélagið er klárt með búningana, en þú?
Bjórhlaup RVK Brewing Co er örugglega eftirminnilegasta hlaup sumarsins, en Bjórhlaupið byrjar og endar við Bruggstofuna á Snorrabraut 56 í hjarta Reykjavíkur laugardaginn 3. september.
Svæðið opnar kl. 14:00 og hlaupið verður ræst af stað klukkan 16:00.
Hlaupin verða bjórmíla, sem er nálægt 1,6 kílómetrum. Þrjár drykkjarstöðvar eru í hlaupinu og verða keppendur að ljúka einum bjór á hverri stöð. Keppnisbjórinn er léttur og ferskur og bruggaður sérstaklega fyrir hlaupið.
Þau sem náð hafa 20 ára aldri og eru ekki á bíl geta tekið þátt í bjórhlaupinu. Þátttakan er allt sem skiptir máli, og að hafa gaman. En til að hlaupa til sigurs þarf að finna hið fullkomna jafnvægi milli hlaupaforms og hæfileikans til að innbyrða vökva á stuttum tíma.
Hlaupagögn má sækja í Bruggstofuna á Snorrabraut, milli 17 og 22 frá miðvikudegi til föstudags, fram til 2. september næstkomandi.
Enginn fær bjór á drykkjarstöðvum nema að hafa númer.
Mynd: facebook / RVK Bruggfélag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi