Markaðurinn
Tækifæri fyrir reyndan framreiðslumann – Vaktstjórastaða í hjarta borgarinnar
Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dínamísku og alþjóðlegu umhverfi? Hótel Reykjavík Saga óskar að ráða til sín vaktstjóra í veitingadeild. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 01.08.2025
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Fagleg stjórnun, skipulagning og framkvæmd verkefna í veitingasölum
- Þjónusta og góð samskipti við gesti
- Almenn vaktstjórn í sal
- Þjálfun og leiðsögn starfsfólks
- Umsjón með mönnun vakta, fríum og veikindum
- Miðlun upplýsinga til samstarfsfólks og milli vakta
- Lausn mála sem upp kunna að koma á faglegan hátt
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Rík þjónustulund og fagleg framkoma
- Sveinspróf í framreiðslu er kostur
- Góð samskipta- og skipulagshæfni
- Frumkvæði, sjálfstæði og jákvætt viðmót
- Geta til að vinna undir álagi
- Lágmarksaldur: 25 ára
- Góð kunnátta í íslensku og ensku (þriðja tungumál er kostur)
- Góð almenn tölvukunnátta
- Reynsla af veitingastörfum er skilyrði
Hótel Reykjavik Saga er einstaklega vel staðsett í hjarta miðbæjarins, nokkrum skrefum frá Tjörninni, Dómkirkjunni, listasöfnum og fjölmörgum verslunum og veitingastöðum. Á hótelinu er einnig að finna veitingastaðinn Fröken Reykjavik kitchen & bar. Hótelið skartar jafnframt tveimur glæsilegum og rúmgóðum þaksvölum með frábæru útsýni. Hlýlegt og sólríkt útisvæði er á bak við hótelið með trjám og bekkjum.
Lærðu meira um Hótel Reykjavík Sögu og Fröken Reykjavík kitchen & bar.
Hótel Reykjavík Saga – Fullt starf
Umsóknarfrestur: 17.07.2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






