Vín, drykkir og keppni
Tækifæri fyrir metnaðarfulla barþjóna – Skráðu þig í Elite Bartenders’ Course
English below!
Elite Bartenders’ Course er aftur komið á dagskrá og gefur lengra komnum barþjónum einstakt tækifæri til að dýpka þekkingu sína og færni.
Námskeiðið er skipulagt af International Bartenders Association (IBA). Námið er æðsta menntunarstig sem barþjónar geta fengið hjá samtökunum.
Næsta námskeið fer fram í Albufeira, Portúgal, dagana 13. – 24. apríl. Þar fá þátttakendur innsýn í ýmsa þætti sem einkenna barþjónustuna í fremstu röð, þar á meðal:
Vísindalega blöndunarfræði – ,,Molecular Mixology“
Bar rekstrarfræði
Kaffi notkun á bak við barinn
Vínfræði
Sjálfbærni á bak við barinn
Markaðsfræði á bak við barinn
Og margt fleira…
Að námskeiði loknu fá nemendur alþjóðlega viðurkennda diplómu ásamt hinu virtu Eagle Award merki (Arnar nælan).
Verð og skráning
Innifalið í námskeiðsgjöldum er gisting og mat á Auramar Beach Resort í Albufeira:
Meðlimir Barþjónaklúbbs Íslands: 1.500 evrur (+ flug)
Almennt verð: 3.000 evrur (+ flug)
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu IBA með því að smella hér.
Meðlimir Barþjónaklúbbs Íslands geta skráð sig með því að senda tölvupóst á [email protected].
Ekki meðlimur? Engar áhyggjur! Þú getur gengið í klúbbinn með því að smella hér.
English
-
Scientific Mixing Techniques – „Molecular Mixology“
-
Bar Management & Operations
-
Coffee Expertise Behind the Bar
-
Wine Studies
-
Sustainability in Bartending
-
Marketing for the Bar Industry
-
And much more!
Course Fees:
-
Bartenders’ Club of Iceland Members: €1,500 + flights
-
Full Price: €3,000 + flights
Mynd: iba-world.com

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni3 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni4 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?