Frétt
Svona lítur maturinn út hjá Krauma
Skammt norðan Deildartunguhvers standa Krauma – náttúrulaugar. Náttúrulaugarnar innihalda hreint og tært vatn, beint úr Deildartunguhver sem kælt er með vatni undan öxlum Oks, minnsta jökuls Íslands. Laugarnar eru sex talsins, fimm heitar og ein köld. Engum sótthreinsandi efnum er bætt í vatnið, heldur er hreinleiki þess tryggður með mjög miklu vatnsrennsli í laugarnar.
Til að hámarka slökunina stendur gestum til boða að dvelja í hvíldarherbergi. Í herberginu er að finna þægilega legubekki þar sem gestir slaka á við ljúfa tónlist og snark frá arineldi. Krauma bíður upp á tvö gufuböð í aðskildum byggingum og útisturtum. Gufan er fengin með því að úða hveravatni inn í rýmin. Í gufuböðunum er notaðar hágæða ilmlúr til að hámarka upplifun gesta.
Í aðalbyggingu er veitingastaður með fullbúnu eldhúsi sem rúmar 70 manns í sæti og 60 á palli utandyra þegar veður leyfir. Yfirmatreiðslumaður Krauma er Björn Ágúst Hansson.
Á veitingastaðnum er lögð áhersla á ferskt hráefni úr héraði, t.d tómatar frá Víðigerði, Salat, jarðaber og kryddjurtir frá Sólbyrgi, geitin frá Háfelli, Ísinn frá Laufey á Brekkukoti, laxinn frá Eðalfisk, Nautahamborgarnir frá Mýranaut.
Myndir: facebook / Krauma
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti
-
Frétt2 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White