Frétt
Svona lítur matseðillinn út á Hátíðarkvöldverði KM

Frá Hátíðarkvöldverði KM.
Mynd: Guðjón Þór Steinsson.
Um langt árabil hefur Klúbbur matreiðslumeistara byrjað nýtt ár með glæsilegum margrétta hátíðarkvöldverði þar sem boðið er uppá allt það besta í mat og drykk.
Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara verður haldinn laugardaginn 6. janúar n.k. á Hilton Hótel Nordica. Það skal engan undra að uppselt verður á kvöldverðinn líkt og síðustu ár, en í fyrra voru gestirnir um 350 manns.
Að venju eru ábyrgðarmenn við hvern rétt á matseðlinum sem er glæsilegur:
Lystauki
Kokkalandsliðið.
Vín: Ayala Brut Nature, Ay – Frakkland.
Bleikja frá Haukamýri, hörpuskel og egg
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Grillið.
Vín: Gnarly Head Pinot Grigio, Lodi – USA
Þorsk klumbra, hvannarkrem, villisveppa og beltisþaragljái
Gísli Matthías Auðunsson, Slippurinn
Vín: Paul Jaboulet Condieu, Rhone – Frakkland
Ricotta ostur, grasker, granatepli, pistasíur og hunang
Jóhannes Steinn Jóhannesson, Jamie´s Italian.
Vín: Viking White Ale, Akureyrir – Ísland
Grafin gæs, lifur og krækiber
Theodór Páll Theodórsson, KM Norðuland
Vín: Diora Pinot Noir, Monteray – USA
Lamba hryggvöðvi, sveppir, brioche, laukur og lamba tunga
Snorri Victor Gylfason, Vox.
Vín: Brunello di Montalchino Castellani, Toskana – Ítalía.
Eldur og ís
Bjarni Siguróli Jakobsson Bocuse d´Or kandítat 2018-2019.
Viktor Örn Andrésson Bocuse d´Or Bronze 2017.
Vín: Muscat Beaumes de Venise Paul Jaboulet, Rhone – Frakkland
Konfekt
Konfektmeistarinn.
Chaqwa kaffi, Drambuie – Skotland
Yfirmatreiðslumaður er Friðgeir Ingi Eiríksson, en hann stendur nú í stórræðum þessa dagana að opna í byrjun árs nýjan veitingastað á Laugavegi 77 að nafni Brasserie Eiriksson. Vínþjónn er meistarinn sjálfur Gunnlaugur Páll frá CCEP, en hann kynnir jafnframt alla drykkina.
Fjöldi fagfólks vinnur endurgjaldslaust að undirbúningi kvöldsins og leggur metnað sinn í að skapa framúrskarandi upplifun sem um leið er ein helsta fjáröflun Klúbbs matreiðslumeistara. Klúbburinn rekur Kokkalandsliðið og heldur keppni um Kokk ársins, auk fjölda annarra verkefna sem miða af því að efla matarmenningu okkar Íslendinga.
Fyrir áhugasama einstaklinga sem vilja aðstoða og hjálpa til við undirbúning á kvöldverðinum er bent á að hafa samband við Ragnar Marínó Kristjánsson í síma 895-3093 eða á netfangið [email protected].
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles





