Bocuse d´Or
Svona líta réttirnir út hjá íslenska Bocuse d´Or liðinu – Myndir og vídeó
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum, sem fylgjast með kokkakeppnum að Sigurjón Bragi Geirsson keppir fyrir hönd Íslands í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or, sem haldin er í Lyon.
Mikil leynd er yfir bæklingunum hjá Bocuse d´Or keppendum, en á síðustu metrunum er þeim dreift á keppnisstað til dómara og aðra sem koma að keppninni.
Veitingageirinn.is hefur fengið í hendurnar bæklinginn sem Sigurjón og hans fólk lét hanna fyrir keppnina. Smellið á myndir til að stækka.
Sigurjón hóf keppni í morgun og verkefnið er 3 réttir á disk sem verða allir að innihalda grasker og fiskfat sem aðalhráefnið er skötuselur, hörpuskel og bláskel. Úrslitin verða kynnt eftir keppni í dag.

Undirbúningur hefur staðið yfir mánuðum saman og tæpt tonn af eldhúsáhöldum og tækjum var sent til Lyon.
Íslenska liðið 2023
Kandítat: Sigurjón Bragi Geirsson
Aðstoðarmaður Sigurjóns er: Guðmundur Halldór Bender
Aðstoðarmenn:
Dagur Hrafn Rúnarsson
Hinrik Örn Halldórsson
Egill Snær Birgisson
Þjálfari: Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson
Dómari í Lyon fyrir hönd Íslands: Friðgeir Ingi Eiríksson
Myndir: Katrin Sif Einarsdottir og Þráinn Freyr Vigfússon

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?