Bocuse d´Or
Svona líta réttirnir út hjá íslenska Bocuse d´Or liðinu – Myndir og vídeó
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum, sem fylgjast með kokkakeppnum að Sigurjón Bragi Geirsson keppir fyrir hönd Íslands í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or, sem haldin er í Lyon.
Mikil leynd er yfir bæklingunum hjá Bocuse d´Or keppendum, en á síðustu metrunum er þeim dreift á keppnisstað til dómara og aðra sem koma að keppninni.
Veitingageirinn.is hefur fengið í hendurnar bæklinginn sem Sigurjón og hans fólk lét hanna fyrir keppnina. Smellið á myndir til að stækka.
Sigurjón hóf keppni í morgun og verkefnið er 3 réttir á disk sem verða allir að innihalda grasker og fiskfat sem aðalhráefnið er skötuselur, hörpuskel og bláskel. Úrslitin verða kynnt eftir keppni í dag.

Undirbúningur hefur staðið yfir mánuðum saman og tæpt tonn af eldhúsáhöldum og tækjum var sent til Lyon.
Íslenska liðið 2023
Kandítat: Sigurjón Bragi Geirsson
Aðstoðarmaður Sigurjóns er: Guðmundur Halldór Bender
Aðstoðarmenn:
Dagur Hrafn Rúnarsson
Hinrik Örn Halldórsson
Egill Snær Birgisson
Þjálfari: Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson
Dómari í Lyon fyrir hönd Íslands: Friðgeir Ingi Eiríksson
Myndir: Katrin Sif Einarsdottir og Þráinn Freyr Vigfússon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt2 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni1 dagur síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Keppni8 klukkustundir síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
























