Keppni
Svíþjóð vinnur NBC 2013
Lið Svíþjóðar stóð uppi sem sigurvegari á Nordic Barista Cup sem stóð yfir þessa helgina í Ósló. Lentu Norðmenn í öðru sæti og Danir í þriðja sæti (neðstu tvö sætin voru ekki gefin upp). Innan við hundrað stiga munur var milli efstu þriggja sætanna og má því ætla að baráttan hafi verið hörð og tvísýn yfir alla keppnina. Það var úrskurður dómaranna að öll liðin sýndu fagmennsku í starfi og sköruðu fram úr hvort sem það var að gera góða kaffidrykki eða að veita góða þjónustu og koma áleiðis sérkennum kaffisins sem liðin unnu með.
Svíþjóð er þar með orðið sigursælasta liðið í sögu keppninnar, en þau hafa unnið keppnina fjórum sinnum frá því NBC var fyrst haldið árið 2003, að því er fram kemur á heimasíðu Kaffibarþjónafélagsins, þar sem hægt er að lesa nánar um úrslitin.
Mynd: nordicbaristacup.com
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.