Smári Valtýr Sæbjörnsson
Svissneskt fyrirtæki kaupir hlut í Omnom
Fjárfestingafélagið Quadia, sem hefur aðsetur í Sviss, hefur keypt hlut í Omnom Chocolate og verður þar með annar stærsti hluthafi félagsins. Omnom Chocolate er eina súkkulaðifyrirtækið á Íslandi sem framleiðir súkkulaði úr baun í bita.
Verksmiðja Omnom og verslun, sem var opnuð í júlí 2016, eru staðsett á hinu blómstrandi Grandasvæði, segir í fréttatilkynningu.
Aðrir eigendur Omnom Chocolate eru Óskar Þórðarson framkvæmdastjóri og Kjartan Gíslason matreiðslumaður og súkkulaðigerðarmeistari, en þeir eru jafnframt stofnendur fyrirtækisins.
„Við erum afar ánægðir með aðkomu þess svissneska félags að Omnom. Með aðkomu Quadia getum við styrkt innviði fyrirtækisins og við munum eiga gott bakland í þeim fyrir áskoranir framtíðarinnar. Omnom er í miklum vexti og með innkomu Quadia fáum við aðgang að gríðarlegri reynslu fjárfestingarhóps, sem sérhæfir sig í að fjárfesta og vinna með fyrirtækjum sem vilja hafa samfélagsleg áhrif”
, segir Óskar.
Quadia er staðsett í Genf í Sviss og er þar að auki með skrifstofur í London. Það sérhæfir sig í fjárfestingum sem hafa umhverfisvernd, sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi en Quadia er frumkvöðull þegar kemur að fjárfestingum í umhverfisvænni orku og sjálfbærri matvælaframreiðslu. Nú þegar hefur Quadia fjárfest fyrir 150 milljónir dollara í 25 fyrirtækjum víðsvegar um heiminn.
Í fréttatilkynningu segir Severine Blacik, fjárfestingastjóri hjá Quadia þetta:
“Um leið og við hittum teymið, sem hefur nú þegar byggt upp eftirtektarvert vörumerki og fyrirtæki án nokkurra utanaðkomandi fjárfestinga, urðum við ástfangin af þeim og vörunum þeirra og vildum hjálpa þeim að vaxa. Við ákváðum að fjárfesta í fyrirtækinu til að styrkja það við hráefnisöflun og færa það nær fullri sjálfbærni, sem og að færa það meira út á alþjóðamarkað. Við erum mjög spennt fyrir þessari nýju fjárfestingu og við erum sannfærð um að saman munum við vaxa og stækka”.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/omnom/feed/“ number=“10″ ]
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin