Markaðurinn
Sveppir og sveppatínsla – Opið námskeið
Markmið námskeiðsins er að auka fræðslu um sveppi sem vaxa hér á landi og henta í matargerð, eins er fjallað um það hvaða sveppir henta ekki. Námskeiðið skiptist í tvennt. Í fyrri hluta er fyrirlestur og sýnikennsla í greiningu og frágangi á sveppum en í seinni hlutanum er farið út í skóglendi í verklega kennslu.
Þátttakendur fá aðstoð og kennslu við að tína matarsveppi. Fjallað er um helstu geymsluaðferðir sveppa og nýtingarmöguleika. Þátttakendur velja klæðnað sem hentar veðri, taka með sér fötur/körfur til að tína sveppina í, heppilegan hníf fyrir hreinsun og ílát fyrir uppskeruna til að taka með heim.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands.
HVAR OG HVENÆR
| DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
|---|---|---|---|---|
| 28.08.2021 | lau. | 10:00 | 17:00 | Landbúnaðarháskólinn í Keldnaholti |
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






