Markaðurinn
Sveppir og sveppatínsla – Opið námskeið
Markmið námskeiðsins er að auka fræðslu um sveppi sem vaxa hér á landi og henta í matargerð, eins er fjallað um það hvaða sveppir henta ekki. Námskeiðið skiptist í tvennt. Í fyrri hluta er fyrirlestur og sýnikennsla í greiningu og frágangi á sveppum en í seinni hlutanum er farið út í skóglendi í verklega kennslu.
Þátttakendur fá aðstoð og kennslu við að tína matarsveppi. Fjallað er um helstu geymsluaðferðir sveppa og nýtingarmöguleika. Þátttakendur velja klæðnað sem hentar veðri, taka með sér fötur/körfur til að tína sveppina í, heppilegan hníf fyrir hreinsun og ílát fyrir uppskeruna til að taka með heim.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands.
HVAR OG HVENÆR
| DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
|---|---|---|---|---|
| 28.08.2021 | lau. | 10:00 | 17:00 | Landbúnaðarháskólinn í Keldnaholti |
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri






