Veitingarýni
Sushi – Höllin / Magnús Jón Magnússon – Veitingarýni
Nú á dögunum var Magnús Jón Magnússon gestakokkur á veitingastaðnum Höllin á Ólafsfirði þar sem hann bauð upp á sushi.
Magnús Jón Magnússon hefur starfað í veitingabransanum til fjölda ára, á Friðrik V, Rub23, Sushi Corner svo fátt eitt sé nefnt.
Allt sushi var selt út úr húsi (brottnámsbakkar), en matseðillinn var eftirfarandi:
12 bita blandaður bakki
Blanda af Nigiri, Uramaki, Futumaki og Kaburimaki
3110 kr
14 bita blandaður bakki
Blanda af Nigiri, Uramaki og Kaburimaki
4290 kr
24 bita blandaður bakki (f/tvo)
Blanda af Nigiri, Uramaki, Kaburimaki
6990 kr
36 bita blandaður bakki (f/ 2-4)
Blanda af Nigiri, Uramaki, Futumaki, 2x Kaburimaki
8990 kr
60 bita blandaður bakki (f/ 4-5)
Blanda af Nigiri, Uramaki, Futumaki, 3x Kaburimaki
15500 kr
Djúpsteikt tempura rúlla með rækjum (10 bitar)
m/ chili mæjó, vorlauk og unagi sósu
2990 kr
Surf & Turf kaburimaki rúlla (8 stk)
m/chili mæjó, vorlauk og magic pepper og unagi sósu
2590 kr
Þar sem fátt er um sushi á matseðlum á veitingastöðum á Norðurlandi nema þá á Akureyri, þá var sushi kærkomin viðbót í veitingaflóruna.
Greinilega vel sótt, en þegar fréttamann bar að garði, þá var biðröð og öllum sóttvarnarreglum var fylgt eftir og pantanirnar (brottnámsbakkarnir) víðsvegar um veislusalinn vel merktir hverjum og einum.
Við pöntuðum okkur eftirfarandi:
14 bita blandaður bakki, blanda af Nigiri, Uramaki og Kaburimak
4290 kr.
Surf & Turf kaburimaki rúlla (8 stk)
m/chili mæjó, vorlauk og magic pepper og unagi sósu
2590 kr.
Djúpsteikt tempura rúlla með rækjum (10 bitar)
m/ chili mæjó, vorlauk og unagi sósu
2590 kr
Virkilega gott sushi, ekki vottur af kælimeðferð á hrísgrjónunum, greinilega allt unnið sama daginn. Surf & Turf bitarnir voru sterkir og góðir og gott jafnvægi á bragði.
Wasabi og engifer var þetta klassíska sem hægt er að kaupa í næstu búð. Var reyndar ekki viss hvaða soyasósa þetta var, en hún var mild og ekki of dómerandi.
Í heildina, alveg til fyrirmyndar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi