Vertu memm

Frétt

Súrdeigsbrauð eru vegan þrátt fyrir að innihalda mjólkursýru

Birting:

þann

Brauð

Mjólkursýrubakteríur (af ættbálknum lactobacillus) geta framleitt mjólkursýru með gerjun.

Í iðnaði er mjólkursýrugerjun framkvæmd með því að mjólkursýrubakteríur breyta einföldum sykrum, s.s. glúkósa, súkrósa eða galaktósa í mjólkursýru, að því er fram kemur á heimasíðu Landssambands Bakarameistara labak.is

Margir velta fyrir sér hvort brauð sem innihalda mjólkursýru geti verið vegan. Því er til að svara að mjólkursýrubakteríur eru engan veginn einskorðaðar við að brjóta niður mjólkursykur heldur hvaða einfaldar sykrur sem er. Súrdeigsbrauð er gert með því að gerja deig með mjólkursýrubakteríum og gersveppum sem fyrirfinnast í náttúrunni.

Því er þeim sem aðhyllast vegan lífsstíl alveg óhætt að borða súrdeigsbrauð þrátt fyrir að það innihaldi mjólkursýru.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið