Frétt
Súrdeigsbrauð eru vegan þrátt fyrir að innihalda mjólkursýru
Mjólkursýrubakteríur (af ættbálknum lactobacillus) geta framleitt mjólkursýru með gerjun.
Í iðnaði er mjólkursýrugerjun framkvæmd með því að mjólkursýrubakteríur breyta einföldum sykrum, s.s. glúkósa, súkrósa eða galaktósa í mjólkursýru, að því er fram kemur á heimasíðu Landssambands Bakarameistara labak.is
Margir velta fyrir sér hvort brauð sem innihalda mjólkursýru geti verið vegan. Því er til að svara að mjólkursýrubakteríur eru engan veginn einskorðaðar við að brjóta niður mjólkursykur heldur hvaða einfaldar sykrur sem er. Súrdeigsbrauð er gert með því að gerja deig með mjólkursýrubakteríum og gersveppum sem fyrirfinnast í náttúrunni.
Því er þeim sem aðhyllast vegan lífsstíl alveg óhætt að borða súrdeigsbrauð þrátt fyrir að það innihaldi mjólkursýru.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






