Frétt
Súrdeigsbrauð eru vegan þrátt fyrir að innihalda mjólkursýru
Mjólkursýrubakteríur (af ættbálknum lactobacillus) geta framleitt mjólkursýru með gerjun.
Í iðnaði er mjólkursýrugerjun framkvæmd með því að mjólkursýrubakteríur breyta einföldum sykrum, s.s. glúkósa, súkrósa eða galaktósa í mjólkursýru, að því er fram kemur á heimasíðu Landssambands Bakarameistara labak.is
Margir velta fyrir sér hvort brauð sem innihalda mjólkursýru geti verið vegan. Því er til að svara að mjólkursýrubakteríur eru engan veginn einskorðaðar við að brjóta niður mjólkursykur heldur hvaða einfaldar sykrur sem er. Súrdeigsbrauð er gert með því að gerja deig með mjólkursýrubakteríum og gersveppum sem fyrirfinnast í náttúrunni.
Því er þeim sem aðhyllast vegan lífsstíl alveg óhætt að borða súrdeigsbrauð þrátt fyrir að það innihaldi mjólkursýru.
Mynd: úr safni

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn