Frétt
Súrdeigsbrauð eru vegan þrátt fyrir að innihalda mjólkursýru
Mjólkursýrubakteríur (af ættbálknum lactobacillus) geta framleitt mjólkursýru með gerjun.
Í iðnaði er mjólkursýrugerjun framkvæmd með því að mjólkursýrubakteríur breyta einföldum sykrum, s.s. glúkósa, súkrósa eða galaktósa í mjólkursýru, að því er fram kemur á heimasíðu Landssambands Bakarameistara labak.is
Margir velta fyrir sér hvort brauð sem innihalda mjólkursýru geti verið vegan. Því er til að svara að mjólkursýrubakteríur eru engan veginn einskorðaðar við að brjóta niður mjólkursykur heldur hvaða einfaldar sykrur sem er. Súrdeigsbrauð er gert með því að gerja deig með mjólkursýrubakteríum og gersveppum sem fyrirfinnast í náttúrunni.
Því er þeim sem aðhyllast vegan lífsstíl alveg óhætt að borða súrdeigsbrauð þrátt fyrir að það innihaldi mjólkursýru.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?