Vertu memm

Food & fun

Sumac – Food and Fun 2019

Birting:

þann

Food and Fun 2019 - Sumac

Ólafur Sveinn Guðmundsson matreiðslumeistari heimsækir nokkra veitingastaði sem taka þátt í Food and Fun hátíðinni næstu daga og féllst á að leyfa lesendum Veitingageirans að njóta þess með sér.

Sumac

Sumac á Laugaveginum er talinn vera meðal bestu veitingastaða landsins.  Á Food and Fun hátíðinni í ár komu gestakokkarnir frá Washington DC, þeir Gerald Addison og Chris Morgan en þeir og eiga og reka veitingastaðina Compass Rose og Maydan sem njóta mikilla vinsælda og hafa hlotið fjölda viðurkenninga.

Matur þeirra félaga ber sterkan keim frá miðausturlöndum, löndum eins og Ísrael, Jemen, Líbíu, Líbanon og Marakó.  Þeir ferðast mikið um þessi lönd og læra matargerð sína af heimamönnum.

Maturinn þeirra er frábær – þeir blanda saman á hárfínan hátt mismunandi straumum og stefnum og úr verður framandi og skemmtileg matarupplifun.  Það er leikur að framandi kryddum alla leið enda hafa þeir verið að gera það verulega gott í USA.

Food and Fun 2019 - Sumac

Food and Fun 2019 - Sumac

Food and Fun 2019 - Sumac

Food and Fun 2019 - Sumac

Eins og venjulega þá erfitt að gera upp á milli en sá réttur sem skaraði framúr að mínu mati var grillaður steinbítur með tahini, sítrónu og chermola með óviðjafnanlegu Fassoulina salati. Þá vill ég alls ekki lasta neinn en steinbíturinn var algjört sælgæti.

Sérstaða Sumac er að eldhúsið er opið og því gaman að hægt er að fylgjast með matareiðslunni yfir barborðið en mest af matnum er grillaður yfir opnum eldi.

Auglýsingapláss

Stemningin er létt og notaleg og framúrskarandi þjónusta.

Það er meira eða minna fullt alla helgina en þið sem hafið áhuga á að reyna að ná ykkur í borð að þá er það bara að gera það strax.

Food and Fun 2019 - Sumac

Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumaður og einn eigenda veitingastaðarins

Food and Fun 2019 - Sumac

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið