Uppskriftir
Súkkulaði og Myntukaka

Myntan hefur sterka lykt og bragð. Bæði má nota blöð og stilk af plöntunni. Mynta er góð í eftirrétti en passar líka með kjúklingi, svína- og lambakjöti. Ef svo óheppilega vill til að plantan þín þornar, ekki henda henni. Klipptu hana af rótinni og leggðu á pappír og þurrkaðu hana alveg. Hún er bara orðin að þurrkaðri kryddjurt og bragðið er það sama. Heimild: islenskt.is
Þessa uppskrift notaði ég með frábærum árangri í veiðihúsinu að Kjarrá í þverárhlíð. Frábær kaka og auðvelt að búa til. Hentar fullkomlega sem eftirréttur.
Hráefni
Súkkulaðifrauðið:
4 eggjarauður
75 gr sykur
75 ml vatn
300 gr brætt suðusúkkulaði
250 ml hálfþeyttur rjómi
Myntufrauðið:
250 ml rjómi
4 stk eggjarauður
75 gr sykur
6 stk matarlímsblöð
300 ml hálfþeyttur rjómi
3 msk myntulíkjör (Crème de Menthe)
Súkkulaðibotn:
2 egg og 4 eggjarauður
200 gr flórsykur
25 gr hveiti
25 gr kartöflumjöl
25 gr kakóduft
Aðferð
Súkkulaðibotn:
1-Blandið saman kartöflumjöli, hveiti og kakódufti og sigtið.
2-þeytið saman flórsykri og eggjum yfir hita, þar til hræran þykknar.
3-Bætið þurrefnum saman við.
4-Setjið í smurt form og bakið 18 mín við 180 gráðu hita.
5-Bregðið undir salamander í restina ef með þarf -kælið.
Myntumousse:
1-Sjóðið upp á myntu og rjóma og kælið örlítið.
2-Legerið sykur og eggjarauður saman þar til hræran er orðin frekar þykk.
3-Hellið þá smátt og smátt rjómanum saman við.
4-Leggið matarlímið í kalt vatn, kreystið og leysið upp í rjómablöndunni.
5-Kælið hræruna niður fyrir 40 gráður og blandið þeyttum rjóma saman við.
6-Hellið yfir súkkulaðibotnin og kælið vel áður en súkkulaðilagið er sett ofaná.
Súkkulaðimousse:
1-Sjóðið saman vatn og sykur í þunnt síróp.
2-Legerið eggjarauður í sírópinu þar til hræran fer að flykkna.
3-Bætið súkkulaðinu saman við og kælið örlítið.
4-Setjið þeyttan rjóma saman við síðast og setjið ofaná myntulagið.
5-Kælið vel og stráið kakódufti yfir kökuna.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd; úr safni

-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars