Viðtöl, örfréttir & frumraun
Suðurlandsdeild Klúbbs matreiðslumeistara orðin að veruleika
Þriðjudaginn 26. september var skrifað blað í 50 ára sögu Klúbbs matreiðslumeistara þegar stofnuð var svokölluð Suðurlandsdeild KM.
Það var við hæfi að halda sögufrægan fund í sögufrægu húsi, Tryggvaskála á Selfossi.
Vorið 1901 fluttist fyrsti gestgjafinn í Tryggvaskála. Það var Þorfinnur Jónsson, og setti hann strax upp gistingu og greiðasölu fyrir ferðamenn. Eftir frostaveturinn mikla gekk Tryggvaskáli kaupum og sölum næstu árin og var þar ávallt rekin greiðasala.
Vorið 1934 reisti Guðlaugur Þórðarson samkomusal við Skálann og varð þá mikil breyting til veitingareksturs og samkomuhalds. Guðlaugur og dætur hans ráku Tryggvaskála til 1942. Hótel- og veitingarekstur var umfangsmikill í Tryggvaskála eftir 1942 og fram til ársins 1974. Vertar allan þann tíma voru hjónin Brynjólfur Gíslason og Kristín Árnadóttir.
Bryndís Brynjólfsdóttir dóttir þeirra hjóna var svo í framvarðarsveit þeirra sem björguðu Tryggvaskála, en til stóð að rífa hann upp úr 1990. Árið 1995 stofnaði hún ásamt Þór Vigfússyni, Árna Erlingssyni, Erlingi Sigurjónssyni. Skálavinafélagið sem stóð fyrir endurbyggingu skálans. Tómas Þóroddsson og Ívar Elíasson eru vertar í Tryggvaskála í dag og sátu þeir einnig þennan sögufræga fund.
Fundurinn hófst með því að Forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Eyrbekkingurinn Þórir Erlingsson setti fundinn. Kynnti hann því næst sögu og gildi Klúbbs matreiðslumeistara í orði og myndum.
Dagskrá vetrarins hjá KM Suðurland var kynnt og verða félagsfundir haldnir þriðja hvern þriðjudag á eftirfarandi stöðum (með fyrirvara):
26. september: Selfoss, stofnfundur
17. október: Reykholt
21. nóvember: Hvolsvöllur
5. desember: Jólafundur með mökum í Reykjavík, sætaferðir í boði.
23. janúar: Efstaland
20. febrúar: Eyrabakki
19. mars: Selfoss
16. apríl: Hella
18. mai: Aðalfundur & árshátíð, Hótel Geysir
Því næst var snædd dýrindis humarsúpa.
Tvö afmælisbörn voru í hópnum, þeir Ingvar & Arnar og því var afmælissöngurinn sunginn þeim til heiðurs.
Allir þeir sem sátu fundinn stóðu því næst upp, eins og skáldið Jónas Hallgrímsson kvað forðum, einn af öðrum og kynntu sig.
Lárus kenndur við Kjörís minnti á hversu mikilvægt er að varðveita söguna, ekki nóg að skrifa hana.
Sölvi Hilmarsson, Bjarni Haukur Guðnason & Bjartmar Pálmason gáfu kost á sér í stjórn KM Suðurland og að halda utan um starfsemi deildarinnar og var það einróma samþykkt.
Samþykkt var að halda í þá hefð klúbbsins að mæta á fundum í hvítum kokkajakka, svörtum buxum og skóm.
Mættir voru 28 manns.
Mynd: Klúbbur matreiðslumeistara
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn1 dagur síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






