Freisting
Suðurlandsborgarinn 2009
Haldin á Vori í Árborg á Gónhól Eyrarbakka 23. maí 2009. Markmið keppninnar er að sýna fram á að allir hamborgarar eru ekki dæmigerðir vegaborgarar. Að hægt sé að nýta Matarkistu Suðurlands til að gera gómsætan hamborgara úr okkar góða hráefni s.s. kjöti, fisk, grænmeti, kryddjurtum, mjólkurvörum ofl.
Að velja á besta hamborgarann úr sunnlensku hráefni í 1.-3. sæti og einnig frumlegasta hamborgarann og þann sunnlenskasta.
Reglur
-
Keppnisrétt hafa allir Sunnlendingar.
-
Hver keppandi má senda tvo hamborgara í keppnina.
-
Skila þarf inn góðri lýsingu/uppskrift og teikningu.
-
Hráefnið á að vera sunnlenskt að eins miklu leyti og hægt er.
-
Keppendur þurfa að elda þrjá hamborgara ( 2 til dómara og 1 til útstillingar) og hafa 20 mínútur til að afgreiða þá.
-
Uppskriftir verð eign Matarklasa Suðurlands.
Dómarar
-
Yfirdómari: Alfreð Ómar Alfreðsson, forseti Klúbbs Matreiðslumeistara.
-
Ísólfur Gylfi Pálmason, hreppstjóri Hrunamannahrepps og orginal Sunnlendingur.
-
Tómas Tómasson, hamborgarakóngur Íslands og eigandi Hamborgarabúllunnar.
Vægi dóma
Uppskrift-teikning 10%
Hér er tekið tillit til uppskriftar og teikningar.
Sköpun 20%
Hér er verið að horfa til hugmyndar og sköpunar réttarins og tengingu við
Suðurland og matreiðsluhefða í héraðinu.
Framsetning 20%
Hér er tekið tillit til framsetningar, litar og samsetningar hráefnis
Bragð 50%
Hér er tekið tillit til þess að bragð sé í samræmi við hráefni og hefðir.
Metið salt,sýra,sæta og remma.
Metin er eldun.
Skráning/keppnisgjald
Skráning er hjá Ingu Þyri e-mail [email protected] fyrir 15.maí
Keppnisgjald/staðfestingargjald kr. 2000.- leggist inn á reikning 1169-26-000601
Kt. 660109-0480
Skýring: veitingastaður/framleiðandi-nafn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Starfsmannavelta18 klukkustundir síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði