Nemendur & nemakeppni
Suðrænir kokkanemar kynna saltfisk – Myndaveisla
Það var margt um manninn og glatt á hjalla þegar suðrænir matreiðslunemendur kynntu rétti úr íslenskum saltfisk í Hótel og matvælaskólanum í MK. Kynningin var samstarf MK og Bacalao de Islandia, kynningarverkefni íslensks þorsks á Spáni, Portúgal og Ítalíu.
Undanfarin ár hefur aðaláherslan í verkefninu verið á samstarf með matreiðsluskólum, þar sem kokkar framtíðarinnar stíga fram á sviðið. Hluti af því samstarfi er CECBI, matreiðslukeppni á landsvísu, þar sem íslenskur saltfiskur er aðalhráefnið. Þetta er í þriðja skiptið sem keppnin fer fram og er hún búin að festa sig í sessi á meðal þarlendra kokkanema.
Í Suður Evrópu er íslenski saltfiskurinn þekktur fyrir gæði sín og er uppistaðan í fjölmörgum þjóðaruppskriftum, jafnvel sem jólamatur.
“Það er okkur mikil ánægja að heimsækja ykkar fallega land og að kynnast uppruna fisksins, sem við þekkjum svo vel. Vonandi getum við miðlað og skilið eftir eitthvað af okkar matreiðsluhefðum í leiðinni.”
Sagði Francisco Orsi, einn nemanna, frá Bologna á Ítalíu.
Auk Franciscos voru sigurvegarar þeir Gonçalo Pereira Gaspar frá Portúgal og Diego Antonio Chavero Rosa frá Spáni. Íslandsferðina hlutu þau í sigurlaun og komu til landsins ásamt kennara sínum. Þau endursköpuðu vinningsréttina sína, kynntu fyrir gestum og gáfu að smakka.
- Kokkanemarnir höfðu í nógu að snúast í eldhúsinu og Hinrik Carl Ellertsson matreiðslukennari (Fyrir miðju) veitti faglega ráðgjöf
- Hallgrímur Sæmundsson framreiðslukennari og Ragnar Wessman matreiðslumeistari á léttu spjalli
- Veislustjóri var Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
Þar að auki reiddu nemar í Hótel og matvælaskólanum fram saltfiskkræsingar á sinn hátt. Veislustjóri var Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari, eigandi veitingastaðanna Hnoss og Hjá Jóni.
Daginn eftir móttökuna í MK hélt hópurinn til Vestmannaeyja þar sem þau fóru m.a. í saltfiskvinnslu VSV og um borð í fiskiskip, auk þess að upplifa dýrindis fiskmeti á veitingastöðum í Eyjum. Það má því segja að þau hafi fengið að kynnast upprunanum alla leið, allt frá veiðum og vinnslu og að eldhúsinu.
Myndir: aðsendar / Íslandsstofa

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss