Nemendur & nemakeppni
Suðrænir kokkanemar kynna saltfisk – Myndaveisla
Það var margt um manninn og glatt á hjalla þegar suðrænir matreiðslunemendur kynntu rétti úr íslenskum saltfisk í Hótel og matvælaskólanum í MK. Kynningin var samstarf MK og Bacalao de Islandia, kynningarverkefni íslensks þorsks á Spáni, Portúgal og Ítalíu.
Undanfarin ár hefur aðaláherslan í verkefninu verið á samstarf með matreiðsluskólum, þar sem kokkar framtíðarinnar stíga fram á sviðið. Hluti af því samstarfi er CECBI, matreiðslukeppni á landsvísu, þar sem íslenskur saltfiskur er aðalhráefnið. Þetta er í þriðja skiptið sem keppnin fer fram og er hún búin að festa sig í sessi á meðal þarlendra kokkanema.
Í Suður Evrópu er íslenski saltfiskurinn þekktur fyrir gæði sín og er uppistaðan í fjölmörgum þjóðaruppskriftum, jafnvel sem jólamatur.
“Það er okkur mikil ánægja að heimsækja ykkar fallega land og að kynnast uppruna fisksins, sem við þekkjum svo vel. Vonandi getum við miðlað og skilið eftir eitthvað af okkar matreiðsluhefðum í leiðinni.”
Sagði Francisco Orsi, einn nemanna, frá Bologna á Ítalíu.
Auk Franciscos voru sigurvegarar þeir Gonçalo Pereira Gaspar frá Portúgal og Diego Antonio Chavero Rosa frá Spáni. Íslandsferðina hlutu þau í sigurlaun og komu til landsins ásamt kennara sínum. Þau endursköpuðu vinningsréttina sína, kynntu fyrir gestum og gáfu að smakka.
Þar að auki reiddu nemar í Hótel og matvælaskólanum fram saltfiskkræsingar á sinn hátt. Veislustjóri var Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari, eigandi veitingastaðanna Hnoss og Hjá Jóni.
Daginn eftir móttökuna í MK hélt hópurinn til Vestmannaeyja þar sem þau fóru m.a. í saltfiskvinnslu VSV og um borð í fiskiskip, auk þess að upplifa dýrindis fiskmeti á veitingastöðum í Eyjum. Það má því segja að þau hafi fengið að kynnast upprunanum alla leið, allt frá veiðum og vinnslu og að eldhúsinu.
Myndir: aðsendar / Íslandsstofa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum