Kokkalandsliðið
Styttist í heimsmeistaramótið í matreiðslu í Lúxemborg
Spennan vex nú þegar niðurtalning er hafin fyrir heimsmeistaramótið í matreiðslu sem hefst í Lúxemborg 26. nóvember næstkomandi. Kokkalandsliðið hefur æft stíft undanfarnar vikur og mánuði með það að markmiði að ná frábærum árangri í Lúxemborg. Æfingar landsliðsins hófust í febrúar 2021 og hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með þessum frábæra hóp vinna að markmiðum sínum.
Hópurinn samanstendur af frábærum matreiðslumönnum sem allir vinna líka fulla vinnu á sínum vinnustöðum. Þetta verkefni að halda úti kokkalandsliði er ekki sjálfgefið og væri ekki hægt nema fyrir metnað margra aðila. Þeir aðilar sem gera þetta verkefni mögulegt er Landsliðsfólkið sjálft, vinnustaðir landsliðsfólksins, bakhjarla og styrktaraðilar ásamt félögum í Klúbbi Matreiðslumeistara.
Þetta árið mun ferðasagan á heimsmeistaramótið hefjast 22. nóvember þegar fyrstu menn fljúga til Lúxemborgar og hefja uppsetningu á vinnuaðstöðu og fleiru, meginhluti hópsins fer svo út 23. nóvember, allir munu svo fljúga heim 2. desember. Þó má að vísu segja að ferðasagan hefjist fyrr en
hluti að búnaði landsliðsins fer af stað 10 þessa mánaðar.
Við munum leggja okkur fram um að ferðasagan verði vel skráð og hvetjum við alla þá sem áhuga hafa á að fylgjast með okkur á Instagram og
Facebook.
September og október hafa verið helstu uppskeru mánuðir íslensk landbúnaðar og nú bætist við nóvember við sem uppskerumánuður Íslenska kokkalandsliðsins.
Ég óska Kokkalandsliðinu góðrar uppskeru, ég veit að þau hafa ræktað garðinn sinn vel og það verður spennandi að sjá hvað kemur upp.
Keppniskveðja
Þórir Erlingsson
Forseti Klúbbs matreiðslumeistara
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Frétt4 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði