Smári Valtýr Sæbjörnsson
Stulli kokkur selur veiðileyfi í Laxá í Ásum | Býður upp á fimm stjörnu þjónustu allan veiðitímann
Laxá á Ásum hafa konungbornir og frægir sem ófrægir sótt heim til margra ára og notið þar nálægðar við íslenska náttúru. Framundan eru miklar breytingar á þjónustu og sölufyrirkomulagi veiðileyfa auk þess sem nýr rekstraraðili tekur við á næsta ári.
Rarik er að leggja niður Laxárvatnsvirkjun sem nýtt hefur vatnið í efri hluta árinnar frá 1932. Að sögn Páls Árna Jónssonar, formanns veiðifélags Laxár á Ásum, þýðir þetta að vatnsmagnið í efri helmingi árinnar muni þrefaldast.
Vatnið sem í rúma 8 áratugi hefur streymt um vélar virkjunarinnar og í ána 7 km fyrir neðan útfallið úr Laxárvatni rennur hindrunarlaust í öllum árfarveginum. Heildarlengd árinnar með fullu rennsli er eftir niðurlagningu virkjunarinnar 15 km í stað 8 km áður. Auk þess er ósasvæðið 3 km og heildarveiðisvæðið því 18 km. Þetta leiðir af sér fjölgun veiðistaða auk þess sem veiðistaðir sem voru vatnslitlir þegar leið á veiðisumarið batna. Þá hefur breytingin í för með sér endurheimt búsvæða í efri helmingi árinnar, sem leiðir af sér meiri seiðaframleiðslu. Afleiðingin verður væntanlega enn aukin laxgengd á komandi árum.
segir Páll í samtali við pressan.is.
Nýir veiðistaðir líta dagsins ljós
Á undanförnum árum hefur verið veitt á tveimur svæðum í ánni, ósasvæðinu og aðalsvæði árinnar. Veiðifélagið hefur tekið ákvörðun í ljósi niðurlagningar virkjunarinnar að sameina ósasvæðið og aðalsvæðið frá og með veiðisumrinu 2017 og verður þá veitt á fjórar stangir eins og var fyrir tíma virkjunarinnar.
Laxá á Ásum er ein af fengsælustu laxveiðiám landsins. Veiðifélagið hefur í gegnum árin lagt sífellt meiri áherslu á að auka þjónustu við veiðimenn og ætlar sér að taka enn ríkari þátt í uppbyggingu árinnar. Markmið okkar er tvíþætt: Að Laxá á Ásum verði í hópi allra bestu veiðiáa hvað varðar veiði, þjónustu og aðstöðu og að áin verði sem best nýtt sem sjálfbærum hætti eins og hún hefur verið frá ómunatíð.
segir Páll.
Síðustu árin hefur um 80% af veiddum löxum verið sleppt. Almennt er opnað fyrir laxveiði í ánni í kringum 20. júní, en hún hefur löngum verið gjöfulasta laxveiðá landsins sé miðað við veiði á hverja stöng. Fjöldi laxa á síðasta veiðitímabili var 1.795, sem þýðir nálægt 10 löxum á stangardag að meðaltali.
Fimm stjörnu þjónusta í glæsilegu veiðihúsi
Samningar við núverandi rekstraraðila renna út á næsta ári og er þeim þökkuð ágæt samvinna. Stjórnin ákvað í framhaldi af þessum breytingum að ganga til samninga við Sturlu Birgisson, matreiðslumeistara og veiðimann, um rekstur á ánni frá 2017-2021.
Samningurinn felur í sér að Sturla sér um sölu veiðileyfa, markaðssetningu og rekstur á glæsilegu veiðihúsi árinnar. Húsið var byggt árið 2012 og ætlunin er að stækka og endurbæta það enn frekar til þess að geta veitt veiðimönnum enn betri þjónustu.
Við erum afskaplega heppnir að fá Sturlu til samstarfs við okkur en með samningnum við hann verður þjónusta við veiðimenn aukin og boðið verður upp á fimm stjörnu þjónustu allan veiðitímann. Þá er átt við morgunmat, hádegismat og dýrindis kvöldmat eins og Sturlu einum er lagið,
segir Páll.
Samfélagsleg ábyrgð
Laxá á Ásum hefur í gegnum árin gefið mikla veiði. Stjórn veiðifélagsins leggur áherslu á að ganga vel um og varðveita sjálbæran laxastofn árinnar. Aðgengi að ánni er auðvelt og í hana gengur gríðarlegt magn af laxi ár hvert. Það er mikilvægt að réttu skilyrðin séu fyrir hendi og er ekki að ástæðulausu að hróður árinnar hefur borist víða.
Greint frá á pressan.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux