Kokkalandsliðið
Strikið á Akureyri – Veitingarýni
Nú á dögunum kíkti veitingageirinn.is á veitingastaðinn Strikið á Akureyri og var ákveðið að fara í óvissuferð. Ástæða fyrir heimsókninni var að sjá hvað Garðar Kári Garðarsson nýi yfirmatreiðslumaður Striksins hafi upp á að bjóða.
Garðar lærði fræðin sín á Strikinu og fór svo suður til að klára kokkinn og vann sem yfirkokkur á Fiskfélaginu í 3 ár og flutti svo til Akureyrar með fjölskyldu sinni núna í byrjun árs 2014.
Með mér í för var Ómar félagi minn ásamt góðum félagsskap, en það voru þau Þórhallur Jónsson og Inga Vestmann eigendur Pedromynda á Akureyri og Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og maður hennar Heimir Haraldsson.
Hugmyndin hjá Strikinu er að hafa eitt óvissuborð í húsinu þar sem einstaklingar og/eða pör borða óvænt saman og fá óvissumatseðil eins og við fengum.
En þá er komið að matnum og drykkjunum, sem var eftirfarandi:
Létt og gott brauð, gaman að fá eitthvað annað en pestó
Gott snakk, eitthvað öðruvísi þarna á ferðinni. Bjórinn passaði vel með þessum rétti.
Prufuréttur á mateðlinum, mjög góður réttur og borinn fram í fallegum súpuskálum sem voru mismunandi á litin.
Íslenskt brennivín sem Garðar kryddaði til og bragðbætti á staðnum. Gaman að fá tilbreytingu frá klassíska brennivíninu
Það er allt gott með humar og ekki var undantekning á því hér.
Alveg geggjaður réttur, létt grafin í salt-sykurblöndu og reykt við lágan hita eða 44°c. Borið fram á grjóti og kveikt í koli til að fá smá reyk-show
Ferskur túnfiskur sem er fluttur inn einu sinni í viku til landsins, ferskur og bragðgóður réttur og rauðvínið passaði mjög vel með þessum rétt
Fullkomin eldun og meðlætið alveg steinlá með
Kom mjög á óvart hvað brennt smjör í ís var geggjað gott. Eitt orð yfir þennan rétt „Nammi“
Klassískur og mjög góður eftirréttur, eitthvað fyrir alla hér á ferðinni
Var þetta frábær upplifun og mjög góður matur hjá Garðari Kára sem stimplar sig mjög vel inn í norðlenska matarmenningu, einnig hvet ég eigendur Striksins að gera þessa hugmynd að veruleika, gaman að fara út að borða með óvæntum félagsskap og fá mat þar sem eldhúsið fær að ráða.
Hildur Eir hafði þetta um kvöldið að segja:
Maturinn var bæði skemmtilegur og góður, ég bið ekki um meira þegar ég fer út að borða. Þá vil ég fyrst og fremst kynnast einhverju nýju, bragða á einhverju góðu og upplifa stemningu
Takk kærlega fyrir okkur.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Frétt4 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi