Frétt
Stóreldhúsið nálgast í Höllinni
Nú eru bara nokkrir dagar í stórsýninguna STÓRELDHÚSIÐ 2017.
„Sýningin hefur aldrei verið glæsilegri. Hvert fyrirtækið á fætur öðru er við það að fylla bása af áhugaverðum matvörum, tækjum og öðrum búnaði fyrir stóreldhúsið. Við getum lofað því að þessi sýning er alveg einstök á Íslandi og gefur starfsfólki stóreldhúsa einstakt tækifæri á að skoða allt það nýjasta sem er á boðstólnum fyrir stóreldhúsið. Það er mikill spenningur í mönnum og fyrirspurnir berast alls staðar að af landinu“
, segir Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri sýningarinnar.
„Já, og sem fyrr verður sýningin í Laugardalshöllinni þar sem er afar gott sýningarhúsnæði og þægileg aðkoma. Allt frítt sem fyrr fyrir starfsfólk stóreldhúsana enda fagsýning sem er ekki opin almenningi. Nú er um að gera fyrir fyrir starfsfólk stóreldhúsanna að fara í spariskóna og mæta á fimmtudag eða föstudag. Eða báða dagana sem margir gera. Sýningin opnar kl. 12.00 báða dagana. Opið til 18.00 á fimmtudag og kl. 17.00 á föstudag. Það er ekki bara gagn og gaman að skoða alla glæsilegu básana heldur líka að hitta allt fólkið úr geiranum“
, segir Ólafur að lokum.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi