Frétt
Stóreldhúsið nálgast í Höllinni
Nú eru bara nokkrir dagar í stórsýninguna STÓRELDHÚSIÐ 2017.
„Sýningin hefur aldrei verið glæsilegri. Hvert fyrirtækið á fætur öðru er við það að fylla bása af áhugaverðum matvörum, tækjum og öðrum búnaði fyrir stóreldhúsið. Við getum lofað því að þessi sýning er alveg einstök á Íslandi og gefur starfsfólki stóreldhúsa einstakt tækifæri á að skoða allt það nýjasta sem er á boðstólnum fyrir stóreldhúsið. Það er mikill spenningur í mönnum og fyrirspurnir berast alls staðar að af landinu“
, segir Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri sýningarinnar.
„Já, og sem fyrr verður sýningin í Laugardalshöllinni þar sem er afar gott sýningarhúsnæði og þægileg aðkoma. Allt frítt sem fyrr fyrir starfsfólk stóreldhúsana enda fagsýning sem er ekki opin almenningi. Nú er um að gera fyrir fyrir starfsfólk stóreldhúsanna að fara í spariskóna og mæta á fimmtudag eða föstudag. Eða báða dagana sem margir gera. Sýningin opnar kl. 12.00 báða dagana. Opið til 18.00 á fimmtudag og kl. 17.00 á föstudag. Það er ekki bara gagn og gaman að skoða alla glæsilegu básana heldur líka að hitta allt fólkið úr geiranum“
, segir Ólafur að lokum.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt1 dagur síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði