Frétt
Stóra matarbókin
Hjá Forlaginu er komin út Stóra matarbókin matargerð meistaranna, þýdd og staðfærð af Nönnu Rögnvaldardóttur.
Hér er komin bókin sem svarar öllum spurningum þínum um mat og matargerð, eflir sjálfstraustið í eldhúsinu og gerir þér kleift að elda allt sem þig langar til.
Hvernig á að úrbeina lambalæri? Hvenær er marensinn hæfilega þeyttur? Er hægt að búa til gott súrdeigsbrauð heima í eldhúsi? Hvernig er best að flaka fisk? Hvernig á að sjóða og móta sushi-hrísgrjón? Hvernig sýður maður egg …?
Í Stóru matarbókinni er farið rækilega yfir alla helstu grunnþætti matargerðar, frá sósugerð, pastagerð og flökun á fiski yfir í kökubakstur og ísgerð. Einnig er sagt frá undirstöðuatriðum í svæðisbundinni matargerð, t.d. kínverskri, taílenskri og mexíkóskri.
Í bókinni eru þúsundir litmynda til skýringar og áhersla er lögð á að sýna og kenna vinnubrögð og aðferðir. Mörg hundruð uppskriftir eru í bókinni, sem er stútfull af fróðleik, leiðbeiningum og hugmyndum sem tryggja frábæran árangur í eldhúsinu.
Ýmsir þekktustu og færustu matreiðslumeistarar heims sýna hér grunnaðferðir og eigin útfærslur, miðla af reynslu sinni og ljúka upp leyndardómum eldhússins. Hver vill ekki fá fisk- og grænmetisuppskriftir hjá Charlie Trotter, læra kökugerðarlist af Pierre Hermé eða láta sjálfan Ferran Adrià á El Bulli segja sér til?
Hvort sem þú ert byrjandi að feta fyrstu skrefin í eldhúsinu, sælkeri sem langar að prófa eitthvað nýtt og spennandi eða ástríðukokkur sem vill vita allt og öðlast færni til að elda flotta veislurétti, þá er Stóra matarbókin einmitt bók fyrir þig.
Jill Norman er aðalritstjóri Stóru matarbókarinnar. Hún hefur skrifað og ritstýrt fjölda matreiðslubóka og fengið margar viðurkenningar fyrir. Hún hefur yfirgripsmikla þekkingu á mat og matargerð um heim allan og er heimsþekktur sérfræðingur um krydd og kryddjurtir.
Þýðandinn Nanna Rögnvaldardóttir hefur samið allmargar matreiðslubækur, þar á meðal stórvirkin Matarást og Matreiðslubók Nönnu, og skrifað mikið um mat og matargerð í blöð og tímarit.
Stóra matarbókin matargerð meistaranna er 647 síður.
Tilboðsverð fram að áramótum er 12.990 kr.
Fullt verð er 14.990 kr.
Fréttatilkynning

-
Keppni18 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Markaðurinn57 seconds síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið