Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Stjörnukokkurinn Alain Ducasse kynnir Franskan viðburð sem Íslensk veitingahús er boðið að taka þátt í

Birting:

þann

Alain Ducasse

Eins og fram hefur komið þá munu um þúsund matreiðslumeistarar í fimm heimsálfum sameinast um að útbúa franska máltíð, 19. mars 2015.

Íslensk veitingahús, sem taka þátt í þessum viðburði, verðleggja matinn að geðþótta en allir sem taka þátt í hátíðinni, skuldbinda sig til að gefa 5% af tekjunum til einhverra samtaka í nærsveitinni sem vinna að heilbrigðis- og umhverfismálum.

Þátttakendur njóta líka góðs af kynningum sem fulltrúar Goût de France / Good France skipuleggja í öllum fjölmiðlum um víða veröld, ásamt sendiráðum Frakka erlendis, heimskunnum fyrirtækjum og stórum fjölmiðlum.

Það verður nefnd matreiðslumeistara víða að úr heiminum, undir forsæti Alains Ducasses, sem samþykkir umsóknirnar og í janúar 2015 verður svo tilkynnt hvaða veitingahús verða með.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Alain Ducasse kynna viðburðinn:

https://www.youtube.com/watch?v=Up_SYCWSWLU

 

Athugið að síðasti dagur til að skrá sig er 15. desember 2014.

 

Frekari upplýsingar veitir:
Elodie Guenzi (Sendiráði Frakka á Íslandi)
[email protected]
eða
Pálmi Jóhannesson
Upplýsingafulltrúi í Franska sendiráðinu
[email protected]

 

Mynd: skjáskot úr myndbandi.

/Smári

twitter og instagram icon

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið