Smári Valtýr Sæbjörnsson
Stjörnukokkurinn Alain Ducasse kynnir Franskan viðburð sem Íslensk veitingahús er boðið að taka þátt í
Eins og fram hefur komið þá munu um þúsund matreiðslumeistarar í fimm heimsálfum sameinast um að útbúa franska máltíð, 19. mars 2015.
Íslensk veitingahús, sem taka þátt í þessum viðburði, verðleggja matinn að geðþótta en allir sem taka þátt í hátíðinni, skuldbinda sig til að gefa 5% af tekjunum til einhverra samtaka í nærsveitinni sem vinna að heilbrigðis- og umhverfismálum.
Þátttakendur njóta líka góðs af kynningum sem fulltrúar Goût de France / Good France skipuleggja í öllum fjölmiðlum um víða veröld, ásamt sendiráðum Frakka erlendis, heimskunnum fyrirtækjum og stórum fjölmiðlum.
Það verður nefnd matreiðslumeistara víða að úr heiminum, undir forsæti Alains Ducasses, sem samþykkir umsóknirnar og í janúar 2015 verður svo tilkynnt hvaða veitingahús verða með.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Alain Ducasse kynna viðburðinn:
https://www.youtube.com/watch?v=Up_SYCWSWLU
Athugið að síðasti dagur til að skrá sig er 15. desember 2014.
Frekari upplýsingar veitir:
Elodie Guenzi (Sendiráði Frakka á Íslandi)
[email protected]
eða
Pálmi Jóhannesson
Upplýsingafulltrúi í Franska sendiráðinu
[email protected]
Mynd: skjáskot úr myndbandi.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús






