Keppni
Stífar æfingar hjá Andreu fyrir framreiðslukeppni í Helvíti
Á hverju ári er haldinn viðburður þar sem framreiðslumenn og matreiðslumenn á norðurlöndunum keppast um titillinn Nordic Waiter & Nordic Chef.
Í ár fer keppnin fram í Hell í Noregi dagana 1. – 3. júní.
Fyrir hönd Íslands keppir Andrea Ylfa Guðrúnardóttir í framreiðslu. Andrea starfar sem veitingastjóri á nýja veitingastaðnum OTO.
Í þessari keppni er Andrea að framreiða réttina hjá Rúnari Pierre Henriveaux matreiðslumanni og Kokk ársins 2022
Samhliða því eru mörg verkefni sem hún þarf að leysa með mestu fagmennsku.
Til dæmis:
Kokteilgerð – Blandar 6 klassíska kokteila.
Vínpörun og vín vörn – Parar saman vín við réttina hjá Rúnari og fer valið fram upp á sviði.
Sabering – Opna kampavín með sveðju og sörverar.
Uppdekning á borði – Uppröðun fyrir 3ja rétta kvöldverð með viðeigandi hnífapörum og glösum ásamt skreytingu og servíettubrotum.
Blindsmakk – keppandi á að greina vínið og svara spurningum til stiga.
Mistery service – Yfirdómari ákveður verkefni sem keppendur fá upplýsingar um samdægurs, þar getur komið ótal mörg mismunandi verkefni, sem dæmi:
Flambering – Eldsteiking
Fyrirskurður – skurður á kjöti / Fisk / ávöxtum
Forréttagerð – t.d. mixa nauta tarta table side, framreiða cesar salat og svo margt fleira.
Andrea er búin að æfa dag og nótt fyrir þessa keppni og er faginu til sóma.
Andrea fór um daginn í spjall hjá K100 og sagði hlustendum örlítið frá viðburðinum.
Myndir: Sigurður Borgar Ólafsson, formaður Klúbbs Framreiðslumeistara.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu