Uppskriftir
Steiktir fiskiklattar
Hráefni:
1 kg soðinn fiskur
300 gr soðnar kartöflur
2 msk hveiti
3 msk kartöflumjöl
1 msk lyftiduft
2 egg
1 msk sykur
2 msk aromat
1 msk sítrónupipar
1 msk mulinn svartur pipar
Smá af mjólk
Aðferð:
Fiskurinn og kartöflurnar grófhakkað og allt hráefni blandað saman í skál. Mótað í klatta. Steikt á pönnu með olíu þar til orðið gullinbrúnt. Einnig er gott að nota fiski afganga, steiktan saltfisk og aðra afganga af fiski.
Höfundur: Friðfinnur Hauksson betur þekktur sem Finni Hauks.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám








