Keppni
Stefanía Malen sigraði í bakaranemakeppninni
Úrslitakeppni bakaranema var haldin í Hótel- og Matvælaskólanum þar sem þrír nemar kepptu dagana 21. og 22. október.
Það var Stefanía Malen Guðmundsdóttir frá Bæjarbakarí sem hreppti 1. sætið eftir harða keppni.
Finnur Guðber Ívarsson frá Kökulist lenti í 2. sæti og Matthías Jóhannesson Passion Reykjavík í 3. sæti.
Dómarar í úrslitakeppninni voru:
Jóhannes Baldursson
Erik Olsen Valsemöllen
Davíð Freyr Jóhannesson
Í forkeppninni kepptu 8 bakaranemar sem voru:
Finnur Guðberg Ívarsson, Kökulist
Freyja Língberg Jóhannesdóttir, Gæðabakstur
Hekla Guðrún Þrastardóttir, Sandholt
Kristján Helgi Ingason, Bæjarbakarí
Matthías Jóhannesson, Passion
Mikael Sævarsson, Kallabakarí
Stefanía Hrönn Sigurðardóttir, Bakarí HMMK
Stefanía Malen Guðmundsdóttir, Bæjarbakarí
Í Úrslitakeppnin þurftu keppendur að leysa mörg verkefni, en keppnin skiptist í eftirfarandi þætti:
A.
2 stórar brauðategundir 300 – 800 g (eftir bakstur), 10 stk. af teg. Engar nánari skilgreiningar, frjálsar aðferðir.
2 smábrauðategundir 50 – 70 g (eftir bakstur), 30 stk. af tegund.
C.
3 sérbökuð 60 – 80 g (eftir bakstur), 12 stk. af tegund. Að auki skulu keppendur taka eina frjálsa vínarbrauðstegund (fjöldi stk. frjáls), þó að hámarki úr 1 kg af deigi.
D.
Skrautdeig úr ætu hráefni (mjölefni). minnst 90%. Algjörlega frjálst nema að því leyti að stærðarmörk eru 80 x 80 x 80 cm. Hámark 120cm.
Ætlast er til að borðskreyting og uppstilling myndi ákveðna heild.
E.
Blautdeig: 2,5 kg. deig. 3 tegundir. Frjálst
F.
Keppendur skulu, áður en uppstilling hefst, skila til dómara bragðprufum af öllum tegundum. Þær skulu vera bornar huggulega fram á fati ásamt því viðbiti (áleggi, olíum o.þ.h.) sem keppendum sjálfum finnst eiga við hverja tegund.
G.
Uppstilling á fyrirfram dúkað borð þar sem heildar „þema„ borðsins nýtur sín. Hægt var að horfa á keppnina í beinni útsendingu sem hægt er að horfa á með því að smella hér.
Fleiri fréttir af bakaranemakeppninni hér.
Keppnin var streymt beint á twitch.tv, sem hægt er að horfa á með því að smella hér.
Myndir: Ásgeir Þór Tómasson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel13 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana