Keppni
Stefanía Malen sigraði í bakaranemakeppninni
Úrslitakeppni bakaranema var haldin í Hótel- og Matvælaskólanum þar sem þrír nemar kepptu dagana 21. og 22. október.
Það var Stefanía Malen Guðmundsdóttir frá Bæjarbakarí sem hreppti 1. sætið eftir harða keppni.
Finnur Guðber Ívarsson frá Kökulist lenti í 2. sæti og Matthías Jóhannesson Passion Reykjavík í 3. sæti.
Dómarar í úrslitakeppninni voru:
Jóhannes Baldursson
Erik Olsen Valsemöllen
Davíð Freyr Jóhannesson
- Finnur Guðber Ívarsson
- Stefanía Malen Guðmundsdóttir
- Matthías Jóhannesson
Í forkeppninni kepptu 8 bakaranemar sem voru:
Finnur Guðberg Ívarsson, Kökulist
Freyja Língberg Jóhannesdóttir, Gæðabakstur
Hekla Guðrún Þrastardóttir, Sandholt
Kristján Helgi Ingason, Bæjarbakarí
Matthías Jóhannesson, Passion
Mikael Sævarsson, Kallabakarí
Stefanía Hrönn Sigurðardóttir, Bakarí HMMK
Stefanía Malen Guðmundsdóttir, Bæjarbakarí
Í Úrslitakeppnin þurftu keppendur að leysa mörg verkefni, en keppnin skiptist í eftirfarandi þætti:
A.
2 stórar brauðategundir 300 – 800 g (eftir bakstur), 10 stk. af teg. Engar nánari skilgreiningar, frjálsar aðferðir.
2 smábrauðategundir 50 – 70 g (eftir bakstur), 30 stk. af tegund.
C.
3 sérbökuð 60 – 80 g (eftir bakstur), 12 stk. af tegund. Að auki skulu keppendur taka eina frjálsa vínarbrauðstegund (fjöldi stk. frjáls), þó að hámarki úr 1 kg af deigi.
D.
Skrautdeig úr ætu hráefni (mjölefni). minnst 90%. Algjörlega frjálst nema að því leyti að stærðarmörk eru 80 x 80 x 80 cm. Hámark 120cm.
Ætlast er til að borðskreyting og uppstilling myndi ákveðna heild.
E.
Blautdeig: 2,5 kg. deig. 3 tegundir. Frjálst
F.
Keppendur skulu, áður en uppstilling hefst, skila til dómara bragðprufum af öllum tegundum. Þær skulu vera bornar huggulega fram á fati ásamt því viðbiti (áleggi, olíum o.þ.h.) sem keppendum sjálfum finnst eiga við hverja tegund.
G.
Uppstilling á fyrirfram dúkað borð þar sem heildar „þema„ borðsins nýtur sín. Hægt var að horfa á keppnina í beinni útsendingu sem hægt er að horfa á með því að smella hér.
Fleiri fréttir af bakaranemakeppninni hér.
Keppnin var streymt beint á twitch.tv, sem hægt er að horfa á með því að smella hér.
Myndir: Ásgeir Þór Tómasson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí