Frétt
Starfshópur mótar tillögur gegn matarsóun
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp til að móta tillögur að aðgerðum gegn matarsóun. Markmiðið er að gerð verði heildstæð áætlun gegn matarsóun til næstu ára.
Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum 2018–2030 er kveðið á um að veitt verði auknu fjármagni til verkefna sem miða að því að minnka matarsóun. Það kallar á að útbúin verði heildstæð áætlun yfir aðgerðir gegn matarsóun til næstu ára, m.a. til að hafa sem skýrasta sýn á mikilvægustu aðgerðirnar og til að nýta fjármagn með sem áhrifaríkustum hætti.
Sjá einnig: Aðgerðum gegn matarsóun ýtt úr vör
Starfshópnum er ætlað að meta umfang matarsóunar á Íslandi og árangur af fyrri aðgerðum stjórnvalda á þessu sviði. Þá skal hópurinn leggja til markmið sem hann telur nauðsynleg til að hvetja til samdráttar í matarsóun. Loks er hópnum falið að móta tillögur að aðgerðum sem ætlað er að draga úr matarsóun, t.d. einstökum aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til, samstarfsverkefnum eða fræðsluverkefnum.
Starfshópurinn er þannig skipaður:
- Guðmundur B. Ingvarsson, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
- Birgir Örn Smárason, aðalfulltrúi og Rakel Halldórsdóttir, varafulltrúi tilnefnd af Matís ohf.
- Dóra Svavarsdóttir, aðalfulltrúi og Breki Karlsson, varafulltrúi, tilnefnd af Neytendasamtökunum.
- Eygerður Margrétardóttir, aðalfulltrúi og Eyþór Guðmundsson, varafulltrúi, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
- Gréta María Grétarsdóttir, aðalfulltrúi og Benedikt S. Benediktsson, varafulltrúi og Steinþór Skúlason, aðalfulltrúi og Guðrún Birna Jörgensen, varafulltrúi, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.
- Hildur Harðardóttir, aðalfulltrúi og Birgitta Steingrímsdóttir, varafulltrúi, tilnefndar af Umhverfisstofnun.
- Rakel Garðarsdóttir, aðalfulltrúi og Björn Guðbrandur Jónsson, varafulltrúi, tilnefnd af umhverfisverndarsamtökum.
- Tjörvi Bjarnason, aðalfulltrúi og Guðrún Vaka Steingrímsdóttir, varafulltrúi, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands.
- Vigdís Ólafsdóttir, aðalfulltrúi og Rebekka Karlsdóttir, varafulltrúi, tilnefndar af Landssamtökum íslenskra stúdenta, Sambandi íslenskra framhaldsnema, Stúdentaráði Íslands og Ungum umhverfissinnum.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins






