Frétt
Starfshópur mótar tillögur gegn matarsóun
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp til að móta tillögur að aðgerðum gegn matarsóun. Markmiðið er að gerð verði heildstæð áætlun gegn matarsóun til næstu ára.
Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum 2018–2030 er kveðið á um að veitt verði auknu fjármagni til verkefna sem miða að því að minnka matarsóun. Það kallar á að útbúin verði heildstæð áætlun yfir aðgerðir gegn matarsóun til næstu ára, m.a. til að hafa sem skýrasta sýn á mikilvægustu aðgerðirnar og til að nýta fjármagn með sem áhrifaríkustum hætti.
Sjá einnig: Aðgerðum gegn matarsóun ýtt úr vör
Starfshópnum er ætlað að meta umfang matarsóunar á Íslandi og árangur af fyrri aðgerðum stjórnvalda á þessu sviði. Þá skal hópurinn leggja til markmið sem hann telur nauðsynleg til að hvetja til samdráttar í matarsóun. Loks er hópnum falið að móta tillögur að aðgerðum sem ætlað er að draga úr matarsóun, t.d. einstökum aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til, samstarfsverkefnum eða fræðsluverkefnum.
Starfshópurinn er þannig skipaður:
- Guðmundur B. Ingvarsson, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
- Birgir Örn Smárason, aðalfulltrúi og Rakel Halldórsdóttir, varafulltrúi tilnefnd af Matís ohf.
- Dóra Svavarsdóttir, aðalfulltrúi og Breki Karlsson, varafulltrúi, tilnefnd af Neytendasamtökunum.
- Eygerður Margrétardóttir, aðalfulltrúi og Eyþór Guðmundsson, varafulltrúi, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
- Gréta María Grétarsdóttir, aðalfulltrúi og Benedikt S. Benediktsson, varafulltrúi og Steinþór Skúlason, aðalfulltrúi og Guðrún Birna Jörgensen, varafulltrúi, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.
- Hildur Harðardóttir, aðalfulltrúi og Birgitta Steingrímsdóttir, varafulltrúi, tilnefndar af Umhverfisstofnun.
- Rakel Garðarsdóttir, aðalfulltrúi og Björn Guðbrandur Jónsson, varafulltrúi, tilnefnd af umhverfisverndarsamtökum.
- Tjörvi Bjarnason, aðalfulltrúi og Guðrún Vaka Steingrímsdóttir, varafulltrúi, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands.
- Vigdís Ólafsdóttir, aðalfulltrúi og Rebekka Karlsdóttir, varafulltrúi, tilnefndar af Landssamtökum íslenskra stúdenta, Sambandi íslenskra framhaldsnema, Stúdentaráði Íslands og Ungum umhverfissinnum.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður