Frétt
Stafar smithætta af tínslu og neyslu eggja villtra fugla vegna fuglaflensu?
Margir hverjir spá í því, sérstaklega fyrir eggjatímabilið, hvort fólki stafi smithætta af tínslu og neyslu eggja villtra fugla vegna fuglaflensu.
Matvælastofnun vill því koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:
Um eggjatínslu
Það afbrigði af fuglaflensuveirunni sem nú er mest um í Evrópu og hefur greinst hér á landi, veldur almennt ekki sýkingum í fólki. Einstaka smit hefur greinst erlendis en þá hjá einstaklingum sem hafa verið í miklu návígi við sjúka fugla, án þess að gæta sóttvarna. Líkurnar á smiti frá fuglum í fólk eru því mjög litlar en þó er aldrei alveg hægt að útiloka það.
Rétt er að gæta almenns persónulegs hreinlætis við eggjatínslu, sem m.a. felur í sér góðan handþvott eftir tínsluna. Ef veikinda eða óeðlilega mikinn fjölda dauðra fugla verður vart, er lagt til að láta af eggjatínslunni í þeim hópi og tilkynna um málið til Matvælastofnunar.
Um neyslu eggja
Engin dæmi eru um að fólk smitist af fuglaflensu við neyslu matvæla, aðeins við mikið návígi við sjúka fugla.
Fólk þarf þó ætíð að líta svo á að hrá egg geti verið menguð af sjúkdómsvaldandi örverum. Ávallt ber því að meðhöndla hrá egg m.t.t. þessa og gæta fyllsta hreinlætis við matreiðslu, koma í veg fyrir krosssmit í matvæli sem eru tilbúin til neyslu og huga að því að eggin séu nægilega vel elduð/hituð.
Mynd; úr safni
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti