Frétt
Stærsti viðburður ársins verður næstu helgi – Um 160 Íslenskir fagmenn taka þátt
Um langt árabil hefur Klúbbur matreiðslumeistara byrjað nýtt ár með glæsilegum margrétta hátíðarkvöldverði þar sem boðið er uppá allt það besta í mat og drykk.
Skrunið niður til að horfa á myndbönd.
Fjöldi fagfólks vinnur endurgjaldslaust að undirbúningi kvöldsins og leggur metnað sinn í að skapa framúrskarandi upplifun sem um leið er ein helsta fjáröflun Klúbbs matreiðslumeistara. Klúbburinn rekur Kokkalandsliðið og heldur keppni um Kokk ársins, auk fjölda annarra verkefna sem miða af því að efla matarmenningu okkar Íslendinga. Með góðum stuðningi velunnara hefur klúbburinn getað haldið úti því öfluga starfi sem hér um ræðir.
Hátíðarkvöldverðurinn verður að þessu sinni haldinn á Hilton Reykjavík, laugardagskvöldið 9. janúar næstkomandi. Þema kvöldsins er „Bændamarkaður“ þar sem kokkar kvöldsins galdra fram glæsilegan margrétta matseðil.

Slegið á létta strengi.
Jakob Magnússon og Hilmar B. Jónsson á Hátíðarkvöldverð KM 2015.
Instagram mynd: @svarfdal66
Gestakokkur kvöldins er matreiðslumaðurinn Vilhjálmur Sigurðarson sem rekur veitingastaðinn Souvenir í Belgíu og hafa tæplega 400 gestir keypt sér miða.
Eftirspurn eftir miðum er langt umfram framboð og varð uppselt á kvöldverðinn í byrjun desember, en miðaverð er 45 þúsund. Hver gestur fær sérhannaðan disk sem matseðillinn er innprentaður í eftir listamanninn Einar Hákonarson.
Líkt og hefur verið síðastliðin ár þá er þjónustan í höndum meðlima í Barþjónaklúbbi Íslands. Yfir 100 matreiðslumenn koma beint að þessum kvöldverði og um 70 framreiðslumenn.
Myndband – Á bak við tjöldin
Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumaður í Hörpu setti á sínum tíma saman skemmtilegt myndband sem sýnir á bak við tjöldin á Hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara sem haldin var í fyrra í Hörpu í nánu samstarfi við Barþjónaklúbb Íslands.
Kynningarmyndband
Á hátíðarkvöldverðinum í fyrra fengu gestir að sjá kynningu frá kokkunum á hverjum rétti fyrir sig og drykkjunum sem fylgdu, en hér má sjá kynningarmyndbandið:
Matseðill, ábyrgðarmenn og vínseðill á hátíðarkvöldverðinum 9. janúar 2016 er eftirfarandi:
Lystauki
Eldri & yngri
Þorskur, hirsi og gulrætur
Vilhjálmur Sigurðsson
Hörpuskel, gerjaður hvítlaukur og grænkál
Atli Þór Erlendsson
Silungur, seljurót og fáfnisgrasolía
Einar Hjaltason
Reyktir tómatar, svartrót og súrsað majónes
Sigurður Gíslason
Villibráðarpressa
Einar Geirsson
Nautalund, sveppakrem og sólberjagljái
Fannar Vernharðsson
Skyr og jarðarber
Þráinn Freyr Vigfússon og Garðar Kári Garðarsson
Konfekt
Hafliði Ragnarsson
Yfirmatreiðslumaður er Stefán Elí Stefánsson
Vínseðill:
Bollinger Special Cuvée Magnum
Ay, Frakkland
Sancerre Frank Millet
Loire, Frakkland
Morande Gran Reserva Chardonnay
Casablanca, Síle
Einstök White Ale
Akureyri, Ísland
Chanson Nuits St. Georg
Bourgogne, Frakkland
Bodegas Roda Sela
Rioja, Spánn
Paul Jaboulet Muscat
Beaumes de Venise
Rhone, Frakkland
Chagwa kaffi
Hardy CSOP Organic Cognac, Frakkland
Drambuie, Skotland
Sommelier kvöldsins er Gunnlaugur Páll Pálsson

Slippurinn í Vestmannaeyjum var með rétt á hátíöarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara – Leturhumar með söl & veturþurrkuðum steinbít.
Instagram mynd: @slippurinn
Meðfylgjandi myndir voru teknar á hátíðarkvöldverðum Klúbbs matreiðslumeistara síðastliðin ár.

-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu