Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Þá er það staðfest: Hard Rock í Iðuhúsið

Birting:

þann

Iðuhúsið

Bóka­versl­un­inni Iðu við Lækj­ar­götu 2A verður lokað um ára­mót­in og veit­ingastaður­inn Hard Rock kem­ur þar inn í staðinn. Þetta var end­an­lega staðfest í gær.

Arn­dís B. Sig­ur­geirs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Iðu, er þegar byrjuð að hreinsa út úr búðinni en af­slátt­ur verður á öll­um vör­um fram til ára­móta, að því er fram kemur á mbl.is.

Þrátt fyr­ir að ætla að loka um ára­mót­in ger­ir hún ráð fyr­ir að taka sér nokkra daga á nýju ári til þess að rýma hús­næðið. Þær vör­ur sem eft­ir standa verða ým­ist færðar í versl­un Iðu Zimsen við Vest­ur­götu 2A eða Mál og Menn­ingu, en versl­an­irn­ar eru í eigu sömu aðila.

Sjá einnig:  Ætla að opna Hard Rock næsta sumar.

Þá munu starfs­menn fá vinnu á öðrum hvor­um staðnum og eng­ar upp­sagn­ir fylgja því breyt­ing­unni.

Keyptu sig inn í leigu­samn­ing­inn

Iða var með leigu­samn­ing til sex ára í hús­inu en Arn­dís seg­ir Hard Rock hafa keypt sig út úr samn­ingn­um. Líkt og mbl hef­ur áður greint frá renna leigu­samn­ing­ar kaffi­húss­ins Mezzo og pítsustaðar­ins, Sbarro, á eft­ir hæðinni út í vor.

Hard Rock hef­ur um nokk­urn tíma haft mik­inn áhuga á að opna á Íslandi. Fyrr á ár­inu tryggði fjár­fest­ir­inn og einn eig­enda Dom­in­o’s Pizza, Birg­ir Þór Biel­vedt, sér leyfi fyr­ir staðnum hér á landi.

Horf­ir já­kvæð á breyt­ing­arn­ar

„Við erum al­veg opin fyr­ir því að opna ann­ars staðar í bæn­um,“ seg­ir Arn­dís aðspurð um fram­haldið en bæt­ir með að hún muni ein­beita sér að Iðu Zimsen til þess að byrja með. „Það er kom­inn tími til þess að hleypa öðrum að eft­ir ell­efu ára veru hérna,“ seg­ir hún í samtali við mbl.is.

„Hér hef­ur verið frá­bært og þessu fylgja blendn­ar til­finn­ing­ar. En svona er lífið stund­um,“ seg­ir hún. „Þetta er stór breyt­ing en maður verður bara að horfa já­kvætt á það.“

 

Greint frá á mbl.is

Mynd: skjáskot af google korti

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið