Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Þá er það staðfest: Hard Rock í Iðuhúsið

Birting:

þann

Iðuhúsið

Bóka­versl­un­inni Iðu við Lækj­ar­götu 2A verður lokað um ára­mót­in og veit­ingastaður­inn Hard Rock kem­ur þar inn í staðinn. Þetta var end­an­lega staðfest í gær.

Arn­dís B. Sig­ur­geirs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Iðu, er þegar byrjuð að hreinsa út úr búðinni en af­slátt­ur verður á öll­um vör­um fram til ára­móta, að því er fram kemur á mbl.is.

Þrátt fyr­ir að ætla að loka um ára­mót­in ger­ir hún ráð fyr­ir að taka sér nokkra daga á nýju ári til þess að rýma hús­næðið. Þær vör­ur sem eft­ir standa verða ým­ist færðar í versl­un Iðu Zimsen við Vest­ur­götu 2A eða Mál og Menn­ingu, en versl­an­irn­ar eru í eigu sömu aðila.

Sjá einnig:  Ætla að opna Hard Rock næsta sumar.

Þá munu starfs­menn fá vinnu á öðrum hvor­um staðnum og eng­ar upp­sagn­ir fylgja því breyt­ing­unni.

Keyptu sig inn í leigu­samn­ing­inn

Iða var með leigu­samn­ing til sex ára í hús­inu en Arn­dís seg­ir Hard Rock hafa keypt sig út úr samn­ingn­um. Líkt og mbl hef­ur áður greint frá renna leigu­samn­ing­ar kaffi­húss­ins Mezzo og pítsustaðar­ins, Sbarro, á eft­ir hæðinni út í vor.

Auglýsingapláss

Hard Rock hef­ur um nokk­urn tíma haft mik­inn áhuga á að opna á Íslandi. Fyrr á ár­inu tryggði fjár­fest­ir­inn og einn eig­enda Dom­in­o’s Pizza, Birg­ir Þór Biel­vedt, sér leyfi fyr­ir staðnum hér á landi.

Horf­ir já­kvæð á breyt­ing­arn­ar

„Við erum al­veg opin fyr­ir því að opna ann­ars staðar í bæn­um,“ seg­ir Arn­dís aðspurð um fram­haldið en bæt­ir með að hún muni ein­beita sér að Iðu Zimsen til þess að byrja með. „Það er kom­inn tími til þess að hleypa öðrum að eft­ir ell­efu ára veru hérna,“ seg­ir hún í samtali við mbl.is.

„Hér hef­ur verið frá­bært og þessu fylgja blendn­ar til­finn­ing­ar. En svona er lífið stund­um,“ seg­ir hún. „Þetta er stór breyt­ing en maður verður bara að horfa já­kvætt á það.“

 

Greint frá á mbl.is

Mynd: skjáskot af google korti

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið