Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Þá er það staðfest: Hard Rock í Iðuhúsið
Bókaversluninni Iðu við Lækjargötu 2A verður lokað um áramótin og veitingastaðurinn Hard Rock kemur þar inn í staðinn. Þetta var endanlega staðfest í gær.
Arndís B. Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Iðu, er þegar byrjuð að hreinsa út úr búðinni en afsláttur verður á öllum vörum fram til áramóta, að því er fram kemur á mbl.is.
Þrátt fyrir að ætla að loka um áramótin gerir hún ráð fyrir að taka sér nokkra daga á nýju ári til þess að rýma húsnæðið. Þær vörur sem eftir standa verða ýmist færðar í verslun Iðu Zimsen við Vesturgötu 2A eða Mál og Menningu, en verslanirnar eru í eigu sömu aðila.
Sjá einnig: Ætla að opna Hard Rock næsta sumar.
Þá munu starfsmenn fá vinnu á öðrum hvorum staðnum og engar uppsagnir fylgja því breytingunni.
Keyptu sig inn í leigusamninginn
Iða var með leigusamning til sex ára í húsinu en Arndís segir Hard Rock hafa keypt sig út úr samningnum. Líkt og mbl hefur áður greint frá renna leigusamningar kaffihússins Mezzo og pítsustaðarins, Sbarro, á eftir hæðinni út í vor.
Hard Rock hefur um nokkurn tíma haft mikinn áhuga á að opna á Íslandi. Fyrr á árinu tryggði fjárfestirinn og einn eigenda Domino’s Pizza, Birgir Þór Bielvedt, sér leyfi fyrir staðnum hér á landi.
Horfir jákvæð á breytingarnar
„Við erum alveg opin fyrir því að opna annars staðar í bænum,“ segir Arndís aðspurð um framhaldið en bætir með að hún muni einbeita sér að Iðu Zimsen til þess að byrja með. „Það er kominn tími til þess að hleypa öðrum að eftir ellefu ára veru hérna,“ segir hún í samtali við mbl.is.
„Hér hefur verið frábært og þessu fylgja blendnar tilfinningar. En svona er lífið stundum,“ segir hún. „Þetta er stór breyting en maður verður bara að horfa jákvætt á það.“
Greint frá á mbl.is
Mynd: skjáskot af google korti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði