Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Souvenir hlýtur Michelin stjörnu

Birting:

þann

Souvenir Restaurant

Veitingahjónin Vilhjálmur Sigurðarson og Joke Michiel, sem reka staðinn Souvenir Restaurant í bænum Ghent í Belgíu, fengu sína fyrstu Michelin stjörnu afhenta við hátíðlega athöfn í dag.

Vilhjálmur stundaði matreiðslunámið á Radisson SAS Hótel Sögu og í lokin var hann um tíma hjá Agnari á Texture, kom heim og tók sveinsprófið og vann í nokkra mánuði upp í Grilli áður en hann hélt til Belgíu og hóf störf á iN De Wolf. Næst starfaði Vilhjálmur á Hertog Jan, svo á La Buvette í Brussel og þaðan lá leiðin á Souvenir, en þau hjónin hafa rekið staðinn við góðan orðstír frá árinu 2014.

Joke Michiel fæddist í Leper í Belgíu, og starfaði í sjónvarpi í 10 ár, en þar kynntust þau hjónin, en Vilhjálmur starfaði í matreiðsluþætti sem að Joke stýrði.

Viðburðarík vika hjá þeim, fyrsta Michelin stjarnan og í lok þessarar viku eiga þau von á þriðja barni.

Innilega til hamingju Vilhjálmur og Joke.

Fleiri Souvenir fréttir hér.

Mynd: facebook / Souvenir Restaurant

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið