Viðtöl, örfréttir & frumraun
Souvenir hlýtur Michelin stjörnu
Veitingahjónin Vilhjálmur Sigurðarson og Joke Michiel, sem reka staðinn Souvenir Restaurant í bænum Ghent í Belgíu, fengu sína fyrstu Michelin stjörnu afhenta við hátíðlega athöfn í dag.
Vilhjálmur stundaði matreiðslunámið á Radisson SAS Hótel Sögu og í lokin var hann um tíma hjá Agnari á Texture, kom heim og tók sveinsprófið og vann í nokkra mánuði upp í Grilli áður en hann hélt til Belgíu og hóf störf á iN De Wolf. Næst starfaði Vilhjálmur á Hertog Jan, svo á La Buvette í Brussel og þaðan lá leiðin á Souvenir, en þau hjónin hafa rekið staðinn við góðan orðstír frá árinu 2014.
Joke Michiel fæddist í Leper í Belgíu, og starfaði í sjónvarpi í 10 ár, en þar kynntust þau hjónin, en Vilhjálmur starfaði í matreiðsluþætti sem að Joke stýrði.
Viðburðarík vika hjá þeim, fyrsta Michelin stjarnan og í lok þessarar viku eiga þau von á þriðja barni.
Innilega til hamingju Vilhjálmur og Joke.
Fleiri Souvenir fréttir hér.
Mynd: facebook / Souvenir Restaurant
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Vín, drykkir og keppni14 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé