Viðtöl, örfréttir & frumraun
Souvenir hlýtur Michelin stjörnu
Veitingahjónin Vilhjálmur Sigurðarson og Joke Michiel, sem reka staðinn Souvenir Restaurant í bænum Ghent í Belgíu, fengu sína fyrstu Michelin stjörnu afhenta við hátíðlega athöfn í dag.
Vilhjálmur stundaði matreiðslunámið á Radisson SAS Hótel Sögu og í lokin var hann um tíma hjá Agnari á Texture, kom heim og tók sveinsprófið og vann í nokkra mánuði upp í Grilli áður en hann hélt til Belgíu og hóf störf á iN De Wolf. Næst starfaði Vilhjálmur á Hertog Jan, svo á La Buvette í Brussel og þaðan lá leiðin á Souvenir, en þau hjónin hafa rekið staðinn við góðan orðstír frá árinu 2014.
Joke Michiel fæddist í Leper í Belgíu, og starfaði í sjónvarpi í 10 ár, en þar kynntust þau hjónin, en Vilhjálmur starfaði í matreiðsluþætti sem að Joke stýrði.
Viðburðarík vika hjá þeim, fyrsta Michelin stjarnan og í lok þessarar viku eiga þau von á þriðja barni.
Innilega til hamingju Vilhjálmur og Joke.
Fleiri Souvenir fréttir hér.
Mynd: facebook / Souvenir Restaurant

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Food & fun3 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Frétt3 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur