Markaðurinn
Smákökusamkeppni KORNAX – Vegleg verðlaun eru í boði
Smákökusamkeppni KORNAX hefur verið haldin í aðdraganda jólanna síðastliðin ár. Þá keppa áhugabakarar um bestu jólasmákökuna sem inniheldur bæði KORNAX hveiti og vöru/vörur frá Nóa Síríus og hljóta vinningshafarnir glæsileg verðlaun.
Keppnin fer svona fram:
Kökunum skal skilað inn eigi síðar en 8. nóvember 2016 fyrir kl. 16:00 á skrifstofu KORNAX að Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík. Að sjálfsögðu má senda smákökurnar með pósti eða koma með þær fyrr.
Dæmt verður eftir bragði, áferð, lögun og lit og hvort sýnishorn séu einsleit og vel unnin. Senda skal u.þ.b. 15 smákökur í gegnsæju íláti, krukku eða plastpoka merktum með dulnefni. Miða skal við að smákökurnar séu ekki mikið stærri en 5 cm í þvermál. Rétt nafn, símanúmer og uppskrift skal látin fylgja með í lokuðu umslagi merktu sama dulnefni. Hver þátttakandi má einungis senda eina kökutegund.
1. verðlaun eru KitchenAid hrærivél frá Einari Farestveit, út að borða að verðmæti 30.000 krónur hjá Argentínu steikhús, gisting í 2ja manna herbergi ásamt morgunverði á Hótel Selfossi, 40.000 króna inneign í Nettó, KORNAX hveiti í baksturinn og glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus.
2. verðlaun eru jólahlaðborð fyrir tvo á Argentínu steikhús, 30.000 króna inneign í Nettó, KORNAX hveiti í baksturinn og glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus.
3. verðlaun eru 20.000 króna inneign í Nettó, KORNAX hveiti í baksturinn og glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus.
Dómarar í keppninni í ár eru Eva Laufey Kjaran matarbloggari og þáttastjórnandi, Axel Þorsteinsson konditor, Albert Eiríksson matarbloggari og ástríðukokkur og Auðjón Guðmundsson vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríus.
Verðlaunauppskriftirnar munu birtast í jólablaði Fréttablaðsins sem kemur út í lok nóvember.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?