Markaðurinn
Smákökusamkeppni KORNAX 2019
Smákökusamkeppni KORNAX hefur verið haldin í aðdraganda jólanna síðastliðin ár. Þá keppa áhugabakarar um bestu jólasmákökuna sem inniheldur bæði KORNAX hveiti og vöru/vörur frá Nóa Síríusi og hljóta vinningshafarnir glæsileg verðlaun.
Kökunum skal skilað fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 12. nóvember á skrifstofu Kornax, Brúarvogi 1-3.
Keppnistilhögun:
Allar kökurnar verða að innihalda Kornax hveiti og vöru frá Nóa og Síríus. Dæmt verður eftir bragði, áferð, lögun og lit og hvort sýnishorn séu einsleit og vel unnin. Miða skal við að kökurnar séu ekki stærri en 5 cm í þvermál
Senda skal um það bil 15 smákökur merktar með dulnefni. Rétt nafn, símanúmer og uppskrift skal látin fylgja með i lokuðu umslagi merktu sama dulnefni.
Veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin.
1. Verðlaun
- – KitchenAid hrærivél frá Raflandi
- – Gisting í 2ja manna herbergi ásamt þriggja rétta kvöldverði að hætti hússins og morgunverði á Hótel Selfoss
- – Gjafabréf að upphæð kr. 40.000 frá Nettó
- – Gjafabréf fyrir tvo frá veitingastaðnum Matarkjallaranum
- – Glæsileg gjafakarfa frá Nói og Síríus
- – Glaðningur fyrir tvo frá Óskaskrín
- – Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
- – Kornax hveiti í baksturinn
2. verðlaun
- – Gjafabréf að upphæð kr. 30.000 frá Nettó
- – Gjafabréf fyrir tvo frá veitingastaðnum Matarkjallaranum
- – Glæsileg gjafakarfa frá Nói og Síríus
- – Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
- – Kornax hveiti í baksturinn
3. Verðlaun
- – Gjafabréf að upphæð kr. 20.000 frá Nettó
- – Glæsileg gjafakarfa frá Nói og Síríus
- – Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
- – Kornax hveiti í baksturinn
Dómarar :
- – Albert Eiríksson matarbloggari og lífsnautnaséntilmaður
- – Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Nói Siríus
- – Sylvía Haukdal kökugerðarmeistari
- – Carola Ida Köhler fulltrúi KORNAX
Fyrirspurnir varðandi keppnina er hægt að senda á [email protected] og við aðstoðum með glöðu geði.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






