Viðtöl, örfréttir & frumraun
Smakkseðill ÓX og Etoile sló í gegn hjá sælkerum. „Við förum svo til þeirra núna í janúar“ – Myndir

Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumaður og eigandi ÓX, ásamt Danny Falkeman, Rakel Wennemo og Jonas Lagerström, eigendum og yfirkokkum Michelin-veitingastaðarins Etoile.
Nú á dögunum gafst einstaklega spennandi tækifæri fyrir sælkera þegar ÓX í Reykjavík sameinaði krafta sína við hið virta Michelin-veitingahús Etoile í Stokkhólmi. Staðirnir buðu upp á sameiginlegan smakkseðil þar sem sænsk og íslensk matargerð runnu saman á nýstárlegan og fagurlega hátt.
Etoile hefur hlotið bæði Michelin-stjörnu og hina eftirsóttu Grænu stjörnu fyrir skýra og ábyrga sýn á sjálfbærni. Veitingastaðurinn er staðsettur í hjarta Vasastan í Stokkhólmi og var stofnaður af matreiðslumönnunum Jonas Lagerström og Danny Falkeman.
Þeir eru þekktir fyrir að tvinna saman hugkvæmni og norræna nákvæmni í matargerð, þar sem um tuttugu rétti smakkseðilsins mynda upplifun sem er bæði fjölbreytt og eftirminnileg. Réttirnir bera sterkan svip norrænnar nákvæmni, en ferðast jafnframt á bragðlaukum gesta milli heimsálfa þar sem alþjóðlegur innblástur og staðbundin hráefni mynda heild sem stendur vel undir nafni.
Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumaður og eigandi ÓX, segir í samtali við Veitingageirann að samstarfið hafi heppnast afburðavel.
„Gekk mjög vel og þau voru mjög ánægð með dinnerinn“
segir hann og bætir við að samstarfið haldi áfram á nýju ári.
„Við förum svo til þeirra núna í enda janúar og gerum sameiginlegan dinner á Etoile“.
Með þessu samstarfi stíga ÓX og Etoile inn á spennandi vettvang þar sem tveir metnaðarfullir staðir miðla sín á milli, tengja saman tvær borgir og sýna hvað norræn matargerð getur gert þegar hún er leikin af hugviti og ástríðu.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025












