Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Slippurinn fagnaði sumrinu með glæsilegri veislu – „Takk fyrir frábært matarævintýri…“

Birting:

þann

Kokka teymið F.v. Karl Óskar (nemi ársins 2014), Kevin (frá Grænlandi), Gísli Matthías, Aníta Ösp (sous chef), Magnús Már og Eric (frá New York)

Kokka teymið
F.v. Karl Óskar (nemi ársins 2014), Kevin (frá Grænlandi), Gísli Matthías, Aníta Ösp (sous chef), Magnús Már og Eric (frá New York)

Undanfarin 2 ár hefur veitingastaðurinn Slippurinn í Vestmannaeyjum endað sumarið á svokallaðri Haustveislu þar sem farið er í margrétta ferðalag um allt það besta sem haustið hefur upp á að bjóða.

Það var síðan 9. maí s.l. sem boðið var upp á Vorveislu, sælkeraveislu sem setur tóninn fyrir sumarið. Hugmyndafræðin á bakvið rétti sumarsins var tekin aðeins lengra og útfærð á skemmtilegan hátt.

Slippurinn - Vorveisla 2014

Á hverju borði voru miðar með nánari lýsingu á öllum réttum sem hægt er að lesa með því að pdf_icon smella hér.

Hér að neðan er matseðillinn:

Birki & sýrður rjómi

~0~

Loðna, grafinn gúrka & brauð

~0~

Spergilkál, leturhumar & gerjaður hvítlaukur.

~0~

Hörpuskel með sítrónu & graslauk.

~0~

Brauð & smjör.

~0~

Grafið folald, ostur, svartrót og truffla.

~0~

Saltfiskur, stappaðar kartöflur & reykt súrmjólk.

~0~

Svið & meðlæti.

~0~

Heill Koli, tómatar & kapers.

~0~

Hrefna, brennt blómkál & sýrt.

~0~

Skyr & hundasúrusúpa.

~0~

Rabbarabaka & rjómaís.

 

Ummæli gesta frá kvöldinu:

Þökkum kærlega fyrir matarupplifun á heimsmælikvarða ,þar sem hver réttur kom manni stöðugt á óvart, bæði fyrir bragð og frumlegt og frábært hráefni. Þjónustan er líka algjörlega frábær hjá ykkur að maður tali ekki um yndislegt og afslappað andrúmsloft. Þetta var eins og að vera staddur í ævintýri. Ástarþakkir fyrir okkur. Haldið áfram á sömu braut. Okkar bestu kveðjur.

 

Takk fyrir frábært matarævintýri í gærkvöldi.
Þetta var ótrúlega flott og skemmtilegt. Frábær og spennandi matur, fallegt umhverfi og einstök þjónusta. Það var svo gaman að prófa alla þessa óvenjulegu rétti og samsetningar sem komu alltaf skemmtilega á óvart. Hugmyndaflugi ykkar eru greinilega engin takmörk sett. Eins og Kristín sagði þá verður þetta ein af þeim máltíðum sem við munum alltaf minnast. TAKK FYRIR OKKUR

 

Myndir tók Magnús Már, yfirmatreiðslumaður á UNO og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið