Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Skyrgerðin er nýr veitingastaður í Hveragerði
Veitingastaðurinn Skyrgerðin opnaði 11. júní s.l. en hann er staðsettur við Breiðamörk 25 í Hveragerði. Eigandi er Elfa Dögg Þórðardóttir, sami eigandi og að Frost og funa hóteli og Veitingahúsinu Varmá.
Staðurinn tekur um 50 manns í sæti og yfirkokkur er Bjarni Haukur Guðnason en hann hefur starfað meðal annars á VOX, Tryggvaskála og á Hótel Selfossi. Rekstarstjóri er Svanhildur Hlöðversdóttir sem hefur rekið Staðarskála síðustu árin.
Opnunartími er frá klukkan 08 til 22 virka daga og 09 til 23 um helgar.
Skyrgerðin var byggð og stofnuð árið 1930 ásamt því sem Þinghús Ölfusinga var byggt í hinum enda hússins þar sem nú er samkomusalur.
Guðjón Samúelsson Húsasmíðameistari ríkisins teiknaði húsið. Á efri hæð hússins verður svo Skyr gistihús með 14 herbergi.
Á Skyrgerðinni, Café & Bistro, er haldið í gamlar í hefðir og framleitt skyr sem notað er í hina ýmsu rétti og kökur á staðnum.
Matseðillinn er flottur að sjá, en þar má sjá marga girnilega létta rétti, bruschetta með tómat, graskerssúpu, franskar og laukhringi svo fátt eitt sé nefnt. Aðalréttirnir innihalda grænmetis lasagne, lamba öxl í mjúku tortilla, kjúkling og fennel, lax og salat.
Slider og borgarar eru einnig á matseðlinum þar sem hægt er að panta rifinn kjúkling í soðgljáa, rifinn grís í BBQ og hamborgara með ísbúa (mmm… möst að prufa) og að ógleymdu skyrdrykkjum sem heita Hvergerðingur, Selfyssingur og Ölfusingur.
Gott val er á vín og drykkjum Frontera Chardonnay, Trapiche Sauvignon Blanc frá Argentínu, Tommasi Pinot Grigio er á meðal hvítvína og rauðvínið Campo Viejo Reserva frá Spáni. Porter-, Arctic Pale-, White Ale frá Einstök er á meðal bjór úrvalsins, ávaxtabjórar og Víking stout og að sjálfsögðu klassíski Víkingurinn ofl. SKYR kokteilar eru á boðstólnum og það er eitthvað sem er áhugavert að prófa.
Mat-, og vínseðilinn er hægt að skoða með því að smella hér.
Myndir: facebook / Skyrgerðin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin