Vertu memm

Keppni

Skráning í Matreiðslumann ársins 2013 í fullum gangi – Þetta eru grunnhráefnin í forkeppninni

Birting:

þann

Keppnisréttur | Matreiðslumaður ársins 2013 | Bjarni Siguróli Jakobsson

Keppnisréttur | Matreiðslumaður ársins 2013 | Bjarni Siguróli Jakobsson

Nú styttist í keppnina Matreiðslumaður ársins 2013. Keppnin sem er haldin á vegum Klúbbs matreiðslumeistara verður dagana 27.-29. september í Hótel- og matvælaskólanum, MK Kópavogi.

Forkeppnin er haldin föstudaginn 27. september þar sem keppendur mega koma með eins mikið forunnið eða eldað eins og þeir kjósa sjálfir. Hráefnin sem nota á í forkeppnina eru skötuselur og íslensk söl í forréttinn og í aðalréttinn á að nota lamb; læri og lifur (að lágmarki 10%), blóðberg og ostrusveppi. Keppendur hafa 60 mínútur í eldhúsi í undirbúning og 50 mínútur á milli rétta. Skila á 8 diskum. Dæmt er eftir bragði (50%), framsetningu/samsetningu (40%) og vinnubrögðum í eldhúsi (10%). Þeir sem ná 5 efstu sætunum úr forkeppninni fara í úrslitakeppnina sem haldin er sunnudaginn 29. september.

Undirbúningsnefndin er að taka á móti skráningum á netfangið [email protected]. Skráningargjaldið er 25.000 krónur og lýkur skráningu 18. september. Við skráningu þarf að koma fram fullt nafn keppanda, vinnustaður, netfang og nafn greiðanda. Skráningargjaldið þarf að hafa borist áður en skráningu lýkur og leggist inn á reikning 0513-26-406407, kt. 571091-1199.

Það er til mikils að vinna í þessari keppni og má geta þess að sigurvegari síðasta árs, Bjarni Siguróli Jakobsson, fékk silfurverðlunin í keppninni um Matreiðslumann Norðurlandanna. Hafsteinn Ólafsson sem vann annað sætið og Garðar Kári Garðarsson sem fékk þriðja sætið eru í nýju Kokkalandsliði ásamt Bjarna Siguróla, segir í fréttatilkynningu frá KM.

 

Mynd: Matthías

/Smári

Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið