Íslandsmót barþjóna
Skráning í Íslandsmót Barþjóna
(ENGLISH AND REGISTRATION FORM BELOW)
Skráning er hafin fyrir Íslandsmót Barþjóna 2023! Undanúrslit mótsins verða haldin í Gamla Bíó fimmtudaginn 30. mars og hefst keppnin á slaginu 18:00 ásamt vínkynningum samstarfsaðila.
Keppt verður í tveimur flokkum: annars vegar í Íslandsmeistarakeppni í ,,After Dinner‘‘ flokki þar sem sigurvegarinn fer út fyrir Íslands hönd og keppir á heimsmeistaramótinu í Róm og hins vegar í þema keppninni Gin & Galdrar! 3 komast áfram úr hverjum flokki fyrir sig og keppa til úrslita á sunnudeginum 2. apríl.
Keppnirnar eru haldnar samhliða hátíðinni Reykjavík Cocktail Weekend.
Þeir þrír sem komast áfram í Gin & Galdrar keppninni kynna drykkinn sinn aftur upp á sviði á meðan þeir sem komast áfram í Íslandsmeistarakeppninni þreyta þríþraut sem samanstendur af skriflegu prófi, bragð prófi og ,,Mystery Basket‘‘.
Haldið verður námskeið í faglegum vinnubrögðum fyrir keppendur, en dagsetning þess verður kynnt síðar. Við mælum með að allir keppendur skrái sig á það því það mun gefa þeim forskot inn í keppnina.
Keppnisgjaldið er 8.000 kr. en meðlimir BCI eru með keppnisrétt án greiðslu. Gjaldið þarf að vera búið að greiða fyrir keppnisdag.
Eftir skráningu fá keppendur úthlutað vínbirgja og er þeim skylt að nota vöru frá þeim aðila sem grunn í drykkinn sinn eða að minnsta kosti 3cl. Einnig fá keppendur sendan hlekk sem þeir nota til þess að skila inn uppskriftum.
Keppendum er ekki heimilt að taka þátt í báðum keppnum.
Skráningarfrestur og skilafrestur er 22. mars!
ATH – Vinsamlegast lesið reglur mótsins vel hér að neðan fyrir skráningu!
Reglur – After Dinner BCI
- Leyfilegt er að vera með að hámarki 6 hráefni
- Skreytingin þarf að vera úr ætu hráefni og sem fáanlegt er á alþjóðamarkaði. Ef skreytingin snertir vökvann í glasinu, flokkast hún sem hráefni. Heimilt er að nota klemmur og kokteilpinna.
- Tímamörk fyrir skreytingu eru 15 mínútur utan sviðs, öll vinna skreytingar þarf að fara fram á þessum tíma. Ekki er leyfilegt að koma með tilbúna skreytingu.
- Tímamörk á sviði er 7 mínútur.
- Hver keppandi gerir 5 drykki af sömu uppskrift
- Keppandi mætir með sín eigin glös, baráhöld (þar á meðal hnífa, skurðabretti, sjússamæla og stúta) og allt óáfengt samanber síróp, skreytingarefni, uppfyllingarefni og bittera sem fást á alþjóðamarkaði.
- Kokteillinn má innihalda að hámarki 7 cl af áfengi, að við bættu 2 dössum af bitter
- Allt áfengi verður útvegað fyrir keppendur.
- Ekki er heimilt að nota heimalagað hráefni.
- Ekki er heimilt að framreiða kokteilinn á bakka eða disk.
,,After Dinner’’ kokteill er eftirréttar kokteill. Eftirréttar kokteill er drykkur sem hægt er að njóta með eftirrétt eða kemur í stað eftirrétts.
Reglur – Gin & Galdrar þemakeppni
- Hámarsfjöldi efnishluta eru sex (6)
- Tímamörk fyrir skreytingar eru 15 mínútur, leyfilegt er að koma með skreytingar ósamsettar á svæðið, keppandinn þarf að setja skreytinguna saman innan þess tíma. (15 mín).
- Tímamörk á sviði eru 7 mínútur.
- Hver keppandi gerir 5 drykki af sömu uppskrift.
- Keppandi mætir með sín eigin glös, baráhöld (þar á meðal hnífa, skurðabretti, sjússamæla og stúta) og allt áfengt samanber síróp, skreytingarefni og uppfyllingarefni.
- Allt áfengi verður útvegað fyrir keppendur, að undanskildu ,,infusuðu” áfengi.
Gin & Galdrar þemakeppni – Hér snýst allt um frumleika! Ljós, ætt glimmer og reykur! Við hvetjum keppendur að finna sinn innri töframann. Keppendur fá aukastig fyrir sköpunarhæfni á sviði.
Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem hefur veg og vanda að keppnunum.
English
Registration is now open for the 2023 Icelandic national cocktail championship! The semi-finals of the tournament will be held in Gamla Bíó on Thursday, March 30th. The competition will start 18:00 sharp along with spirit and cocktail presentations by the RCW partners.
Competitors will have two competitions to choose from: on the one hand, in the Icelandic national championship in the After Dinner category, where the winner will go on to compete on behalf of Iceland in the World Cocktail Championship in Rome, and on the other hand, the theme competition, which will be Gin & Magic this time around! 3 competitors will advance from each competition to compete in the finals, which will be held on Sunday, the 2nd of April.
The 3 who advance in the Gin & Magic competition will present their drink again on stage with a presentation, while those who advance in the Icelandic Championship compete in a triathlon consisting of a written test, a sensorial test, and a “Mystery Basket”.
A masterclass in technical practices will be held for the competitors, the date of which will be announced later. We recommend all competitors sign up for this as it will give them an advantage in the competition.
The competition fee is ISK 8,000. but BCI members are eligible to compete without payment. The fee must be paid before competition day.
After registration, competitors will be assigned a spirit sponsor where they are obligated to use a product from that sponsor as a base for their cocktail, or at least 3cl. Competitors will also be sent a link that they will use to submit recipes.
Please note that competitors are not allowed to compete in both competitions.
Registration and deadline for recipe submission is 22nd of March!
NOTE – Please read the rules of the tournament carefully below before registering!
Rules and regulation – After Dinner BCI
- Allowed number of ingredients is 6.
- The garnish must be made from edible ingredients that are available on the international market. If the garnish touches the liquid in the glass, it is classified as an ingredient. Clamps and cocktail picks are allowed.
- Time limit for garnish is 15 minutes off stage, all work on garnish must be done during this time. Ready-made decorations are not allowed.
- Time limit on stage is 7 minutes.
- Each contestant makes 5 drinks from the same recipe.
- Competitors must bring their own glasses, barware (including knives, cutting boards, jiggers and pour spouts) and all non-alcoholic syrups, garnishes, toppings and bitters available on the international market.
- The cocktail may contain a maximum of 7 cl of alcohol, with an addition of 2 dashes of bitters.
- All alcohol will be provided for the competitors.
- It is not permitted to use homemade ingredients.
- The cocktail may not be served on a tray or plate.
The After Dinner Cocktail is a dessert cocktail. Dessert cocktail is a drink that may be consumed with dessert or be in place of a dessert.
Rules and regulations – Gin & Magic theme competition
- Maximum amount of ingredients is six (6)
- Time limit for decoration garnish is 15 mín, contestants can bring items to the venue but need to assemble them within the 15 min time limit.
- Time limit for stage is seven minutes (7)
- Each contestant makes 5 drinks from the same recipe.
- Contestants must bring their own glassware and bar equipment(including knives, cutting boards, jiggers and pour spouts).
- All alcohol will be at the venue for contestants to use, except for infused alcohol.
Gin & Magic theme competition – Here it’s all about magic! Led lights, edible glitter and smoke! We encourage competitors to look for their inner magician. Competitors will receive extra points for creativity on stage.
Skráningareyðublað – Registration form
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni10 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð