Markaðurinn
Skráning hafin – Opna Dineout 12. ágúst á Hlíðavelli
Skráning er hafin á OPNA DINEOUT sem fer fram 12. ágúst næstkomandi. Skráning fer fram í gegnum Golfbox hér.
Opna Dineout fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Allir velkomnir! Mótsgjald er 7.000 kr pr. einstakling og 14.000 kr á lið.
Keppnisfyrirkomulag er Texas Scramble þar sem 2 eru í liði. Leikforgjöf lögð saman og deilt í með 4.
Glæsileg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin. Einnig verða veitt verðlaun fyrir sæti 9, 13 og 20. Nándarverðlaun á öllum par 3 holum og lengsta upphafshögg karla og kvenna á 8. braut.
Leikmenn verða að hafa virka forgjöf til að geta unnið til verðlauna.
Leikið er samkvæmt móta- og keppendareglum GSÍ nema annað komi fram. Mótanefnd áskilur sér rétt til breytingar.
Allir keppendur sem deila myndefni frá Opna Dineout mótinu á Instagram eiga möguleika á að vinna flotta aukavinninga. Merktu @dineouticeland á Instagram og þú ert kominn í pottinn.
Athugið í fyrra komust færri að en vildu þar sem Dineout Open er eitt glæsilegasta golfmót landsins. Vegleg vinningaskrá verður birt á næstunni.
Skemmtilegar myndir frá mótinu í fyrra má finna á með því að smella hér.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?